Forensic psychology in Iceland

Abstract

Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenRéttarsálfræði er ein af sérgreinum sálfræðinnar sem hefur vaxið hratt síðustu þrjá áratugi, sérstaklega í Bretlandi. Þetta kemur fram í könnunum á meðal sálfræðinga, sem sýna að þeir vinna oft skýrslur fyrir dómstóla og bera vitni fyrir dómi, sem og af fjölda birtra vísindagreina á þessu sviði. Tilgangur þessarar greinar er að gefa stutt yfirlit yfir þróun réttarsálfræðinnar á Íslandi síðustu áratugi, bæði yfir íslenskar réttarsálfræðilegar rannsóknir og einnig yfir störf sálfræðinga innan réttarvörslukerfisins, einkum innan fangelsiskerfisins, lögreglunnar og við dómsmál. Þróunin hefur orðið sú að réttarsálfræðingar skila í auknum mæli sjálfstæðum skýrslum fyrir dómstóla, hlutverkum þeirra hefur fjölgað og viðurkennig dómstóla á framlagi þeirra aukist. Í dag er réttarsálfræði kennd á háskólastigi fyrir sálfræði- og laganema og réttarsálfræðilegum rannsóknum hefur fjölgað. Þróunin hefur verið sambærileg þróuninni í Bretlandi, enda hefur bresk réttarsálfræði verið fyrirmynd íslenskra réttarsálfræðinga síðustu áratugi.Forensic psychology is a specialised area within psychology and has grown rapidly, during the past three decades, especially in Britain. This is evident from surveys conducted among psychologists, who are regularly preparing court reports and testifying and from research published in the area. The purpose of this article is to provide a brief review of the development of forensic psychology in Iceland the last decades, focusing on relevant research and on the specific role of forensic psychologists within the criminal justice system, including prisons, police and the courts. The main developments have been the growing independence of forensic psychologists from medical practitioners, their expanding role and general acceptance within the courts including appeal cases. Today courses in forensic psychology are offered at the university level for psychology and law students, and the proliferation of relevant applied research. The development in Iceland has paralleled that in Britain, which is largely due to its being modelled on British research and practice

    Similar works