Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenSurgeons have gradually changed their view on splenectomy. Management has changed from splenectomy to splenography or non-operative treatment in selected cases. The aim of this study was to review our experience on closed splenic rupture at Reykjavik City Hospital. Forty four cases of blunt splenic trauma treated at the Reykjavik City Hospital 1979-1989 were reviewed. There were 23 males and 21 female. Most of the patients were young with 65% of the group under 25 years of age. Two thirds were traffic accidents and additional injuries were present in 66% of cases. The injury severity score was 28 mean with a range from 16-75 (median 24). Thirty patients were treated by early operation with splenectomy in 28 and splenography in two. Fourteen were initially treated non-operatively but five had to undergo laparotomy with splenectomy in four and splenorraphy in one. Splenorraphy was therefore done in 3 out of 35 cases operated on or 8.6%. The spleen was saved in altogether 26.3% of the cases. Two patients died (4.6%). Pneumovax was given as a routine post-operatively but no attempt was made in this study to discover the incidence of OPSI nor the efficiency of the vaccination. A review of the literature indicates that splenorraphy should be attempted more often. For non-operative treatment patients have to be selected very carefully.Meðferð miltisáverka hefur smám saman verið að breytast í þá átt að nú er lögð aukin áhersla á að varðveita miltað í stað þess að taka það. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvernig meðferð á lokuðum miltisáverka var háttað á Borgarspítalanum 1979-1989, athuga árangur og fylgikvilla og kanna hvort meðferðin hafi verið í takt við tímann. Fjörutíu og fjórir lokaðir miltisáverkar greindust á umræddu tímabili. Karlar voru 23 og konur 21. Flestir sjúklinganna voru ungt fólk og í tveimur af hverjum þremur tilvikum var um bílslys að ræða. Viðbótaráverkar voru fyrir hendi í 66% tilfella og var heildaráverkastig (ISS) reiknað út fyrir hvern sjúkling. Blóðgjafarþörf og legutími jukust í beinu hlutfalli við heildaráverkastig. Sjúklingarnir skiptust í tvo hópa. Í öðrum hópnum voru 30 sjúklingar sem skornir voru upp innan sex stunda frá slysinu. Gert var við miltað í tveimur en 28 misstu miltað. Í hinum hópnum voru 14 sjúklingar sem ákveðið var að meðhöndla án uppskurðar, ef kostur væri. Þeir voru yngri og minna slasaðir en sjúklingarnir í fyrri hópnum. Af þessum 14 þurftu þó fimm að fara í uppskurð áður en lauk og þar af misstu fjórir miltað. Af 44 sjúklingum misstu því 32 miltað (72,7%) en hjá 12 tókst að varðveita það (26,3%). Tveir sjúklingar dóu (4,6%), annar úr blóðmissi vegna miltisáverkans en hinn úr heilaáverka. Allir sjúklingar sem misstu miltað voru bólusettir (pneumovax). Enginn þeirra fékk yfirþyrmandi blóðeitrun (OPSI) í legunni en í þessari rannsókn var engin tilraun gerð til að meta tíðni blóðeitrunar hjá miltislausum eða áhrif bólusetningar. Samanburður við aðra bendir til að gera ætti við fleiri miltu