Ölvun og umferðarslys [ritstjórnargrein]

Abstract

Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open„En óminnishegri og illra hóta norn undir niðri í stiklunum þruma " Grímur Thomsen -- Þannig lýsir þjóðskáldið áhrifum áfengis, þegar þess er neytt í meiri mæli en hóflegt getur talist. Löngu er kunn sú staðreynd, að drykk-urinn sá spillir færni manna til að beita huga og höndum með eðlilegum hætti. Þetta á ekki síst við, þegar mannskepnan þarf að hafa stjórn á farartækjum sínum. Þótt mörlandanum hafi þótt lúmskt gaman að þjóðsagnakenndum hæfi-leikum íslenskra hesta til að ganga undir hús-bændum sínum ölvuðum og skila þeim heim í heilu lagi, má ekki gleyma þeim mörgu, sem fallið hafa af baki þarfasta þjónsins eftir að hafa fengið sér í staupinu. Ýmsir þeirra skiluðu sér ekki heim og biðu jafnvel fjörtjón af. Hitt mun þó hafa verið fátíðara fyrr á tímum, að hinir drukknu yllu öðrum stórfelldu líkamstjóni með reiðlagi sínu

    Similar works