Geðrækt geðsjúkra : útihátið í miðbæ Reykjavíkur

Abstract

Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenÍ eigindlegri rannsókn „Geðrækt geðsjúkra - að ná tökum á tilverunni" sem birt var í síðasta tölublaði Iðjuþjálfans var talað við 25 einstaklinga sem náð höfðu tökum á eigin lífi þrátt fyrir alvarlega geðsjúkdóma (Elín Ebba Ásmundsdóttir, 2007). Af þessum 25 einstaklingum tóku sex þátt í sérverkefninu: „Útihátíð í miðbæ Reykjavíkur" ásamt fleiri geðsjúkum. Markmiðið með verkefninu var að gera geðsjúka sýnilegri í samfélaginu og sýna fram á getu þeirra, fengju þeir tækifæri og stuðning. Viðtöl við þessa sex einstaklinga voru skoðuð sérstaklega og athugað hvernig þau tengdust heildarniðurstöðum rannsóknarinnar „Geðrækt geðsjúkra". Þátttaka í sérverkefninu náði að fanga mikilvæga þætti sem tengdust bataferlinu s.s að vinna gegn fordómum, að fá tækifæri til að láta gott af sér leiða og mikilvægi umhverfisþátta. Sérverkefnið hafði yfirfærslugildi við að ná tökum á eigin lífi og að verða virkur þjóðfélagsþegn. Stjórnunarstíll iðjuþjálfans sem var hópstjóri hafði áhrif á bata, svo og þekking hans á því hvernig nýta mætti verkþætti til að auka trú þátttakenda á eigin áhrifamætti og á því hvernig aðlaga mætti umhverfisþætti til að ná sem bestum árangri. Ráðamenn sem komu að verkefninu voru einnig batahvetjandi með viðmóti sínu, stuðningi og hlutdeild. Niðurstöður þessarar rannsóknar geta haft notagildi fyrir uppbyggingu geðheilbrigðisþjónustu með breyttri nálgun og fjölbreyttara verkefnavali og gæti einnig nýst atvinnumarkaðnum ef auka á þátttöku geðfatlaðra í samfélaginu

    Similar works