Hvað mæla grunnskólaprófin?

Abstract

Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAthugaður var námsárangur við lok grunnskóla hjá nemendahópi sem ekki fór í framhaldsskóla eftir grunnskóla eða hætti í framhaldsskóla innan tveggja ára. Tekið var úrtak 800 nemenda úr árgangnum sem fæddur er árið 1969. Einkunnir þessara nemenda í dönsku, ensku, íslensku og stærðfræði á samræmdum prófum og skólaprófum voru þáttagreindar. Fram komu tveir þættir, tungumálaþáttur og stærðfræðiþáttur, sem skýrðu sameiginlega 77,4% af heildardreifingu einkunnanna. Einkunnir á samræmdum prófum og skólaprófum í ensku og dönsku höfðu hæsta fylgni við tungumálaþáttinn en einkunnir í stærðfræði við stærðfræðiþáttinn. Einkunnir á samræmdu prófi og skólaprófi í íslensku höfðu háa fylgni við báða þættina.Achievement in danish, english, icelandic and mathematics was studied in a sample of 800 students. In a principal components analyses of the data, two factors emerged, a language and a mathematic factor. The two factors explained 77,4% of the variables variance

    Similar works