Hvað gerðirðu í dag? : stefnur og úrræði til bættra lífsgæða og innihaldsríkara lífs aldraðra með heilabilun á hjúkrunarheimilum

Abstract

Umönnun aldraðra með heilabilun og rannsóknir á henni hafa breyst mikið á undanförnum árum. Síaukin áhersla er lögð á að beita og rannsaka meðferðarúrræði sem miða að því að auka lífsgæði einstaklinga með heilabilun og stuðla að félagslegu, fjölbreyttu og innihaldsríku lífi. Þó er margt sem enn er þörf á að bæta. Heilabilaðir á hjúkrunarheimilum eyða stórum hluta dagsins athafnalaus og er notkun geðlyfja mikil. Í þessarri samantektarrannsókn útskýrum við heilabilun og greinum frá helstu gerðum, orsökum og einkennum og einnig förum við yfir hvernig málefnum heilabilaðra á Íslandi er háttað. Eftir það fjöllum við um helstu stefnur og meðferðarúrræði sem notuð eru á hjúkrunarheimilum sem gagnast til að auka lífsgæði einstaklinga með heilabilun og draga úr óhóflegri lyfjanotkun. Tómstundastarf, minningarvinna, tónlistarmeðferð, myndlistarmeðferð, hreyfing, útivera og nudd reyndust öll hafa jákvæð áhrif á mismunandi þætti í lífi einstaklinganna og litlar sem engar neikvæðar aukaverkanir. Rannsóknir á meðferðarúrræðunum eru þó fáar og flestar með lítil úrtök. Vakning hefur orðið gagnvart málefnum heilabilaðra, sem sjá má á fjölbreytileika úrræða sem í boði eru og viðurkenndum stefnum í umönnun þeirra. Efnisorð: Sálfræði, hjúkrunarheimili, aldraðir, heilabilun, lífsgæði, vellíðan.The care of older people with dementia and research thereof have changed a lot in recent years. Greater emphasis is being put on utilizing and researching treatments focused on increasing quality of life and promoting a social, diverse and rich life for individuals with dementia. But there is room for improvement. Residents of nursing homes with dementia spend a large portion of the day doing nothing, and the use of psychotropic drugs is high. In this literature review we explain dementia and cover its most common types, causes and symptoms and we talk about the state of these matters in Iceland. Next, we cover the most prominent practices and treatments used in nursing homes to increase the quality of life of residents with dementia and reduce the need for psychotropic drug use. Activities, reminiscence therapy, music therapy, art therapy, exercise, spending time outdoors and massage therapy all had positive effects on different aspects and had little to no negative side effects. Even so, studies on these treatments are few and often have very small sample sizes. Regardless, the diversity of the treatments available and the increasing interest regarding the wellbeing and quality of life of older people with dementia is changing for the better. Keywords: Psychology, nursing homes, older people, dementia, quality of life, wellbein

    Similar works