Frá stofnanavæðingu til sjálfstæðs lífs : vistheimilið Sólborg

Abstract

Verkefni þetta er 10 eininga lokaverkefni til B.A.-prófs við Menntavísindasvið í þroskaþjálfafræði við Háskóla Íslands vorönn 2014. Vinna við verkefnið hófst í janúarmánuði og lauk á vormánuðum 2014. Um er að ræða heimildaritgerð og markmiðið okkar með verkinu var að skoða stofnanavæðingu á Íslandi á 20. öld. Höfundar beina sjónum að því hver þróunin hefur orðið í lagaumhverfi fatlaðs fólks frá fyrstu lögum sem voru sett árið 1936. Við skoðum helstu sjónarhorn og skilgreiningar í fötlunarfræðum. Til að varpa ljósi á aðstæður fólks á stofnunum fjölluðum við um lífssögur tveggja einstaklinga sem bjuggu á stofnunum. Aðalkaflinn í verkinu er um Vistheimilið Sólborg sem var fimmta sólarhringsstofnunin á landinu og var starfrækt á Akureyri á árunum 1969-1996. Við beinum sjónum okkar að því hvernig það kom til að stofnunin var sett á laggirnar í ljósi þeirrar hugmyndafræði sem var ríkjandi og hvernig það tengist þeirri hugmyndafræði sem hefur tekið við

    Similar works

    Full text

    thumbnail-image

    Available Versions