Almenn greinNýskipan í opinberum rekstri er hugmyndafræði og safn verkfæra sem á rætur sínar að rekja til Bretlands en er þó einnig vel merkjanleg stefna í alþjóðlegu samhengi síðustu árin. Í þessari grein er leitast við að líta til þessara strauma í opinberum rekstri, reynt að meta hvaða áherslur eru framundan og þannig skapa umræðu um þróun og framtíð íslenskrar stjórnsýslu