Fasteignarréttindi hafa mikla þýðingu fyrir þá einstaklinga sem yfir þeim ráða. Algengt er að eigendur fasteigna eyði háum fjárhæðum í uppbyggingu á landi sínu t.d við mannvirkjagerð. Ekki er ólíklegt að þeir sjái húsið fyrir sér sem framtíðarbústað fyrir sig og jafnvel fjölskyldu sína. Í þeim tilvikum eru ekki einungis fjárhagslegir hagsmunir í húfi fyrir eigendur þegar kemur að fasteignaréttindum, því þau geta líka haft mikið tilfinningalegt gildi. Deiliskipulag er sú skipulagsáætlun sem hefur að geyma ýtrustu reglur varðandi ákveðin svæði innan sveitarfélags. Því er mikilvægt fyrir eigendur fasteigna að gera sér grein fyrir þeim úrræðum sem standa þeim til boða þegar breyting á deiliskipulagi hefur átt sér stað sem þeir sætta sig ekki við. Enn fremur er mikilvægt fyrir þá að vita til hvaða atriða er litið við lausn slíkra mála