My journey as president : leading an international educators’ association

Abstract

EUOROCLIO, European Association of History Educators eru regnhlífasamtök yfir 30.000 kennara frá 50 löndum sem vinna að sögukennslu og fleiri tengdum námsgreinum. Markmið samtakanna er að innleiða nýjar nálganir í sögukennslu og taka þar á umdeildum og viðkvæmum málum. Meginstarf EUROCLIO er fólgið í stórum samstarfsverkefnum og starfsþróun kennara. Ég tók sæti í stjórn í samtakanna árið 2012 en 2016 var mér falið að gegna formennsku sem ég gerði í tvö ár. Hlutverk stjórnarinnar er að hafa eftirlit með rekstri samtakanna og störfum á skrifstofu þeirra, sem og að styðja við samstarfsverkefnin. Hlutverk mitt sem stjórnanda fólst í að leiða starf stjórnarinnar. Samtök eins og EUROCLIO eru mjög mikilvæg fyrir starfsþróun og við að efla kennara í starfi. Þau hafa lyft grettistaki við að koma með nýjar nálganir í kennslufræði og efla samstarf kennara bæði heima við og á alþjóðavettvangi. Viðfangsefni verkefnisins er að skoða mig í starfi stjórnanda í stórum alþjóðlegum samtökum, EUROCLIO, á tveggja ára tímabili meðan ég gegndi þar formennsku. Það er einstakt að fá tækifæri á að spreyta sig á því að leiða stór alþjóðleg fagsamtök. Því var kjörið fyrir mig að skoða mig sem formann og hvað ég lærði af þeirri reynslu. Tilgangur rannsóknarinnar er að styrkja EUROCLIO með því að skoða mitt starf og þá reynslu sem ég fékk við það að leiða samtökin í tvö ár, þannig get ég skilið eftir mig einhverja arfleið. Markmiðið er að afla upplýsinga um það sem ég var að gera þannig að ég geti dregið lærdóm af til að efla mig í starfi og vera betur í stakk búin til að takast á við nýjar áskoranir. Rannsóknin er starfendarannsókn gerð á tímabilinu mars 2016 til apríl 2018. Þar skoða ég það helsta sem ég var að gera og tókst á við. Ég safnaði gögnum, sem voru dagbókarskrif mín og ígrundanir, fundargerðir, samskipti og ég tók einnig viðtöl og átti óformleg samtöl. Niðurstöður leiða í ljós að starfið var mikil áskorun og flókið getur verið að vinna með fólki með ólíkan bakgunn og hugmyndir. Upp kom togstreita í samskipum, sem m.a. stafar af ólíkum viðhorfum og gildum. Starf með félagsmönnum efldist og þátttaka í verkefnum á vegum EUROCLIO hefur eflt kennara og fagfélög þeirra ásamt því að auka félagsauðinn. Þetta var mikil reynsla fyrir mig sem ég mun búa að.European Association of History Educators (EUOROCLIO) is an umbrella association of more than seventy history, heritage and citizenship educators´ associations and other organizations. The aim of the association is to influence education reform processes, collaborate with larger cross-border networks, participate in professional development and steer the members through democratic participation. I was elected to the board of the association in 2012 and in 2016 I took on the presidency for two years. The board supervises the work of the director who manages the Secretariat. Most of the work of the Secretariat is running and managing projects, the role of the board is also to support and advise on the projects. My task as president was to lead the work of the board. Associations like EUROCLIO are very important when it comes to professional development of teachers in the fields of it works within and empowering teachers in their work. EUROCLIO has accomplished a lot when it comes to new approaches in in history didactic, promoting cooperation amongst teachers both nationally and internationally. The purpose of this research is to support EUROCLIO by reviewing my job and my experience that I gained by leading the association for two years, in that way I can maybe leave a legacy behind. The aim is to gather information on my job as a president, so I can learn from my experience to empowering myself in my job as a teacher or in another field to be more able to take on new tasks. This is an action research made over the span of two years and I will investigate my main tasks during that time. I collected data, my research journal with my reflections, minutes of meetings, various communication and I also took some interviews and had other informal conversations. Conclusions show that this journey was a challenge and it can be complicated to work with people with different background and ideas. There was tension that probably is the result of different views and values. The work with members grew stronger and participation on projects by EUROCLIO has empowered teachers and their associations as well as gaining them social capital. This has been a great experience for me that I will be able to use in my professional life and embark on other fields

    Similar works

    Full text

    thumbnail-image

    Available Versions