Leiðin í gegnum óþýðanleikann. Þýðing á smásagnasafninu Lord Arthur Savile’s Crime and Other Stories eftir Oscar Wilde auk greinargerðar

Abstract

Þessi mastersritgerð er lokaverkefni í þýðingafræði við Háskóla Íslands. Henni er skipt í tvo hluta; greinargerð og þýðingu. Seinni hluti ritgerðarinnar samanstendur af íslenskri þýðingu á smásagnasafninu Lord Arthur Savile’s Crime and Other Stories eftir breska rithöfundinn Oscar Wilde (1854-1900). Fyrri hluta ritgerðarinnar samanstendur af greinargerð, fræðilegum hluta þar sem farið er yfir þær ákvarðanir sem teknar voru í þýðingarferlinu og svara við vandamálum leitað í þýðingafræðunum. Í upphafi greinargerðarinnar er skoðað hvort hægt sé að þýða yfir höfuð og hvort og hvernig fræðimenn hafa komist yfir þá hindrun sem felst í óþýðanleikanum. Því næst verður litið yfir líf rithöfundarins Oscars Wildes og skoðað hvort persónuleiki hans skiptir máli fyrir þýðingu á smásögum hans. Þar á eftir verður litið á afstöðu fræðimanna til framandleika hins þýdda texta og ósýnileika þýðandans. Í síðasta kafla greinargerðarinnar verður síðan farið yfir öll helstu vandamálin sem komu upp í þýðingarferlinu

    Similar works

    Full text

    thumbnail-image

    Available Versions