„Ef við ætluðum að gera einhverjar breytingar, þá yrðum við að brjóta okkur frá þessum kúltúr“: Persónueinkenni og hvatar félagslegra frumkvöðla

Abstract

Aðalmarkmið rannsóknarinnar var að fjalla um reynslu og upplifun félagslegra frumkvöðla og lýsa hvaða persónueinkenni og hvatar lágu að baki því að þeir stofnuðu eða áttu þátt í að stofna félagsleg fyrirtæki til hjálpar ákveðnum hópi fólks. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð sem fólst í því að taka viðtöl við sex einstaklinga, fjórar konur og tvo karla. Viðmælendur voru á aldrinum 35-87 ára. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu fram á nokkra sameiginlega þætti í fari frumkvöðlanna, þætti er birtust meðal annars í fórnfýsi, samkennd, sannfæringu á eigin málstað, réttlætiskennd og þrautseigju til að yfirstíga hindranir og leiða verkefnin á erfiðum tímabilum. Þrír viðmælendur nefndu erfiða lífsreynslu sem einn hvata til að hefja frumkvöðlastarfið. Þrír viðmælendur nefndu vitundarvakningu við fræðslu eða nám sem hvata að byrjun frumkvöðlastarfs. Allir töldu úrræðaleysi af hendi stjórnvalda hafa verið þeim hvati til að hefja félagslegt frumkvöðlastarf. Auk þess áttu viðmælendur þann sameiginlega hvata að hafa einhverja hugsjón um að auka velferð annarra. Birtist það meðal annars í því að leggja á sig umtalsverða vinnu til að mæta þörf er þeir sáu að var ekki mætt á fullnægjandi hátt annars staðar frá. Allir viðmælendur nefndu hversu mikilvægur þáttur stuðningur frá fjölskyldu, vinum og starfsfélögum var þeim í ferlinu. Lykilorð: Félagslegir frumkvöðlar, félagsleg fyrirtæki, félagsleg nýsköpun.The main purpose of the research was to cast a light on the experiences of Icelandic social entrepreneurs and explain what characteristics and motivation drove them to start or being a part of starting a social enterprise to help a certain group of people. It was done through a qualitative research where six people were interviewed, four women and two men. All participants were 35-87 years old. The findings of the study showed that the entrepreneurs had some common characteristics, for example altruism, empathy, strong believes in their own cause, righteousness and perseverance to overcome obstacles and to lead the project through difficult periods. The entrepreneurs also had in common to inspire others to realize the importance of the project. Three participants mentioned hard life experience as a motitvation to start the entrepreneurship. Three participants mentioned awareness through learning program or education as a motivation to start a social entrepreneurship. One motivation the participants had in common was to share somekind of vision about increasing the wellbeing of others, which shows in the fact they were willing to work hard to meet a need they saw that was not met in a satisfactory way from others. All participants mention how important support from family, friends and collegues was through the process. Key words: Social entrepreneurs, social enterprise, social innovation

    Similar works

    Full text

    thumbnail-image

    Available Versions