Staða rannsókna í grunnskólum á Íslandi á heildstæðum stuðningi við jákvæða hegðun (Positive Behavior Support - PBS)

Abstract

Erfið hegðun nemenda í skólum er algengur vandi sem erfitt getur verið að takast á við. Heildstæður stuðningur við jákvæða hegðun (PBS) er alhliða agakerfi sem innleitt hefur verið í mörgum grunnskólum, en það samanstendur af mismunandi úrræðum á þremur þrepum þar sem tekið er tillit til ólíkrar hegðunar nemenda og þeim veittur stuðningur í samræmi við þarfir hvers og eins. Rannsóknir hafa sýnt að PBS dregur meðal annars úr hegðunarvanda og bætir námsástundun. Á Íslandi hafa verið gerðar nokkrar rannsóknir á árangri af innleiðingu PBS í grunnskólum. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvað niðurstöður þeirra rannsókna sýndu og varpa þannig skýrara ljósi á næstu skref í rannsóknum á PBS á Íslandi. Í heild virðist PBS yfirleitt vera áhrifaríkt, en þó eru ákveðnir vankantar á innleiðingunni. Sömuleiðis þarf að gera fleiri og fjölbreyttari rannsóknir á Íslandi, sérstaklega á miðþrepi kerfisins. Lykilorð: Heildstæður stuðningur við jákvæða hegðun, PBS, grunnskólar, Ísland, hegðun, hegðunarvand

    Similar works

    Full text

    thumbnail-image

    Available Versions