Formgerð rétta í Húnaþingi

Abstract

Fjárréttir eru ekki nýjar af nálinni á Íslandi og reyndar svo samgrónar íslensku samfélagi að fáir leiða hugann að þeim. Mögulega er réttin sjálf fyrir mörgum varla meira en girðingarhrúga eða grjóthleðsla. Staður þar sem fólk hittist einu sinni á ári í öðrum erindagjörðum en að velta fyrir sér formi, lögun eða efni réttarinnar. En fegurðin býr oft í því sem við sjáum ekki strax. Stundum þarf fjarlægð til að koma auga á það sem við höfum vanist og þykir hversdagslegt. Því þegar betur er að gáð er ákveðna fegurð að finna í réttarforminu. Nýtt sjónarhorn dregur fram mynd sem skapar nýjar tilfinningar gagnvart réttinni sem er óumdeilanlega mikilvægur menningararfur Íslendinga

    Similar works

    Full text

    thumbnail-image

    Available Versions