Computer controlled TorqEaser

Abstract

Í þessari ritgerð er skoðaður fýsileiki þess að setja upp svokallaðan tölvustýrðan vægislétti, sem stýrir rafhleðslu inn á rafgeyma með púlsvíddarmótuðum hætti (PWM). Þessi tölvustýrði vægisléttir nýtist við rafhleðslu í vindrafstöðvum og sólarrafstöðvum úti á landsbyggðinni, í símstöðvar, fjarstýrðar sendistöðvar (fjallastöðvar sem dæmi), endurvarpsstöðvar, sumarbústaði, ljósvita, flug- og sjóvita, fyrirtæki, hjólhýsi, báta og fleiri staði. Þetta er aðferð sem miðar að því að gera vindrafstöðvar að betri kosti. Vægisléttir auðveldar framleiðslu á rafmagni við lítinn vindstyrk. Til þess að kanna hentugleika og nákvæmni búnaðarins var búin til smækkuð útgáfa af rafstöð til þess að líkja eftir vindrafstöð. Lítil rafvél knýr lítinn þriggja fasa rafal til þess að herma eftir vindrafstöðinni. Þessi rafall er tengdur við vægislétti með tilheyrandi hleðslufyrirkomulagi í gegnum þriggja fasa heilbylgju afriðil. Þessi vægisléttir er stýrður af forritaðri örtölvu. Í gegnum vægisléttinn fer rafmagn frá rafalinum, sem hleður upp rafgeymi. Niðurstöður sýna að hægt er að nota vægislétti til þess að létta gang vindrafstöðva. Vel gekk að meta magn framleiðslu á rafmagni yfir rafgeyminn við prufukeyrslu líkansins með uppsettum tölvustýrðum vægislétti með viðeigandi mælitækjum. Með þessu móti var tilgáta um gagnsemi vægisléttis sannprófuð. Til frekari staðfestingar var útbúin aflmeiri útgáfa af samsvarandi vægislétti

    Similar works

    Full text

    thumbnail-image

    Available Versions