Nýting og útfærsla námsmats í húsamálun og áhrif þess á nám nemenda? : sjónarmið kennara og nemenda gagnvart námsmati í húsamálun

Abstract

Námsmat er mikilvægur þáttur í allri kennslu og góð þekking kennara á námsmati gerir alla kennslu markvissari. Viðfangsefni þessarar rannsóknar er að afla og leita skilnings á því, hvernig námsmat er nýtt og útfært við kennslu í húsamálun og þá sérstaklega í verklega hluta námsins. Meginviðfangsefni ritgerðarinnar er að skoða hvernig námsmat er framkvæmt í málaranáminu og hvernig það er nýtt til að styrkja nám nemenda. Slíkt mat í þágu náms kallast leiðsagnarmat, en námsmat sem snýst um að meta árangur nemenda í námi kallast lokamat. Ég fékk að fylgjast með kennslu, tók viðtal við kennara með mikla kennslureynslu og kannaði síðan reynslu og skoðanir málaranema á ýmsum námsmatsaðferðum. Þetta gerði ég með námsmatskönnun sem ég lagði fyrir nemendur sem eru mislangt komnir í málaranáminu. Einnig skoðaði ég umsagnir kennara bæði munnlegar og skriflegar og hvaða áhrif þær hafa á námsframvindu nemenda. Út frá þessum samtölum og námsmatskönnuninni eru síðan dregnar ályktanir með tilvísanir í kennslufræðin. Helstu niðurstöður þessarar rannsóknar voru að kennarar málaradeildar Tækniskólans byggja námsmat sitt á samþættingu margra matsaðferða, þar sem leiðsagnarmatið er meginstefið þar til kemur að sveinsprófinu, sem er lokamat. Samkvæmt námsmatskönnunni og viðtölum er mikil ánægja meðal nemenda og kennara með þetta námsmatsfyrirkomulag. Rannsóknin bendir til að námsmatið eins og það er framkvæmt styrki nám nemenda og auki jákvæða upplifun þeirra í náminu. Kemur málaradeild Tækniskólans vel út úr þessari rannsókn í öllu sem varðar námsmat

    Similar works

    Full text

    thumbnail-image

    Available Versions