Heimsmeistaramótið í knattspyrnu 2022. Mistök eða meiriháttar landkynning?

Abstract

Titill á kápu: Heimsmeistaramótið í Katar 2022. Mistök eða meiriháttar landkynning?Markmiðið á bak við þessa ritgerð var að skoða betur ferlið þegar Alþjóðaknattspyrnusambandið valdi Katar til þess að halda Heimsmeistaramótið í knattspyrnu 2022 og undirbúningsvinnu Katars fyrir mótið. Þar sem landið hefur litla sem enga sögu í knattspyrnuheiminum vakti val Alþjóðaknattspyrnusambandsins strax athygli og heyrðust strax efasemdarraddir. Hvernig á að leika í hitanum? Hversu margir verkamenn munu deyja við að byggja mannvirkin sem nauðsyn er á ? Það voru fjölmargar spurningar sem brunnu á vörum knattspyrnuáhugamanna þegar valið var tilkynnt í lok árs 2010 en forráðamenn umsóknar Katars lofuðu gulli og grænum skógum, allt yrði byggt og bætt til þess að gera þetta að besta Heimsmeistaramóti fyrr og síðar. Ég velti fyrir mér hvernig Katar er að nota íþróttaviðburð til ríkjamörkunar í von um aukinn ferðamannastraum til landsins ásamt því að skoða hverjar mögulegar aðgerðir ríkja eru í ljósi þess að þúsundir verkamanna hafa látið lífið við uppbyggingu mannvirkjanna og munu fleiri þúsundir láta lífið ef ekkert verður gert

    Similar works

    Full text

    thumbnail-image

    Available Versions