Áhættustýring og afleiður: Áhættustýring Orkuveitu Reykjavíkur

Abstract

Áhættur í rekstrarumhverfi fyrirtækja hefur sjaldan verð meiri. Er því mikilvægt fyrir fyrirtæki að gera sér grein fyrir þeim áhættuþáttum sem kunna að leynast í umhverfinu. Áhættustjórn felur það í sér að meta áhættu og finna leiðir til þess að verja fyrirtæki gegn þeim ógnum sem gætu haft neikvæð áhrif á rekstur þeirra og áætlanir. Til þess að verja sig gegn áhættu eru til ýmsar leiðir svo sem tryggingar, dreifð eignarsöfn og afleiður. Afleiðusamningar hafa verið notaðir í gegnum tíðina til varnar gegn óvæntum markaðsbreytingum. Til eru nokkrar tegundir afleiðusamninga, má þar meðal annars nefna framvirka samninga, framtíðarsamninga, skiptisamningar og valréttarsamningar. Orkuveita Reykjavíkur stendur frami fyrir ýmsum áhættuþáttum í sínum daglega rekstri, svo sem kjarnaáhættu, mótaðilaáhættu og markaðsáhættu. Orkuveitan notast við afleiðusamninga til þess að stýra markaðsáhættu fyrirtækisins. Breytilegir vextir eru festir til þess að auka fyrirsjáanleika í rekstri. Gengissveiflur hafa mikil áhrif á rekstur fyrirtækja á Íslandi og er Orkuveitan engin undantekning. Félagið hefur varið sig gegn gengissveiflum með stofnun Orku Náttúrunnar sem er gert upp í Bandaríkjadollurum. Einnig hefur fyrirtækið gert gjaldmiðlaskiptisamninga við innlenda banka þar sem erlendum lánum er breytt í íslenskar krónur. Einnig er að finna innbyggða afleiðu í raforkusamningi við álver, þar tengir Orkuveitan söluverð á raforku við markaðsverð á áli. Heimsmarkaðsverð á áli er mjög breytilegt og getur því haft umtalsverð áhrif á rekstur Orkuveitunnar. Til að bregðast við þessum markaðsbreytingum eru gerðir varnarsamningar um álverð

    Similar works

    Full text

    thumbnail-image

    Available Versions