Fatlaðir í fjölmiðlum

Abstract

Viðfangsefni rannsóknarinnar er að kanna hvort að munur sé á tíðni umfjöllunar um fatlaða í fjölmiðlum eftir miðlum. Einnig að kanna að hve miklu leyti skoðun unglinga á fötluðum mótast af fjölmiðlum. Tíðni umfjöllunar um fatlaða í ljósvakamiðlum var skoðuð á tímabili sem spannaði tvær vikur. Athugað var hversu oft fatlaðir voru fréttefni og hvort að fatlaðir voru viðmælendur. Kom í ljós að töluverður munur er á milli dagblaðanna og smávægilegur munur á milli sjónvarpsstöðva. Spurningalisti var lagður fyrir 42 unglinga í KA á aldrinum 14-20 ára. Átti hann að gefa einhverja hugmynd um skoðun unglinga á fötluðum. Könnunin leiddi það í ljós að unglingar telja skoðun sína á fötluðum ekki mótast af fjölmiðlum

    Similar works

    Full text

    thumbnail-image

    Available Versions