EUROPROF-verkefnið : veruleiki kennaranema í Evrópu

Abstract

Fyrsta ritið í röð ráðstefnurita sem komið hafa út í kjölfar árlegs málþings á vegum Menntavísindasviðs. Heitir Ráðstefnurit Netlu : Menntakvika ásamt viðeigandi ártali frá árinu 2010Kennarar og nemendur í kennslufræði við félagsvísindadeild Háskóla Íslands hafa sl. þrjú ár tekið þátt í Sókrates-þróunarverkefni sem lauk í september 2009. Í greininni er gefið yfirlit yfir helstu þætti þróunarverkefnisins. Meginmarkmið þess var að efla þekkingu og skilning verðandi tungumálakennara í Evrópu á menntun tungumálakennara og uppbyggingu skólakerfisins. Ólík skólamenning grunn- og framhaldsskóla og kennaramenntunarstofnana í þátttökulöndunum var einnig í brennidepli. Undirmarkmið var að gera tungumálakennara hæfari til að starfa í fjölmenningarlegu samfélagi. Alls tóku átta Evrópulönd þátt í verkefninu. Kennaranemarnir dvöldust í tvær vikur sem skiptinemar í einu landanna. Þeir kynntu sér skólastarf, bæði á grunn- og framhaldsskólastigi, kenndu og öfluðu ýmissa gagna um land og þjóð. Hér verða dregnar saman helstu niðurstöður úr þeim gögnum sem aflað var í tengslum við verkefnið, þ.e. viðtölum við kennaranemana, ígrundunum þeirra og formlegum verkefnum. Dvölin virðist hafa opnað kennaranemunum nýja sýn og aukið skilning á mikilvægi fjölmenningarlegrar vitundar tungumálakennara og varpað ljósi á ólíka uppbyggingu kennaranáms í mismunandi löndum. Kennaranemunum fannst þeir enn fremur verða meðvitaðri um kosti íslenskra skóla og um leið hvað mætti betur fara. Þá fannst þeim þessi reynsla efla sjálfstraust sitt sem einstaklinga og verðandi kennara

    Similar works

    Full text

    thumbnail-image

    Available Versions