Skilningur á atriðum íslenskrar útgáfu kvarða Marlowe og Crowne á félagslega æskilegri svörun

Abstract

Félagslegur æskileiki (social desirability) er hneigð fólks til þess að láta sjálft sig líta betur út í augum annarra í félagslegum samskiptum (Johnson, Fendrich og Hubbell, 2002). Félagslegur æskileiki skapar vanda þegar spurt er viðkvæmra spurninga í spurningakönnunum á þann hátt að hann hefur áhrif á réttmæti mælinga (Nederhof, 1985). Eitt helsta mælitækið á félagslegum æskileika er Marlowe-Crowne Social Desirability Scale (MCSD) sem hefur 33 atriði. Þetta verkefni er liður í þeirri vinnu að þróa réttmæta og áreiðanlega íslenska útgáfu af kvarða Marlowe og Crowne. Þátttakendur voru 17 alls, níu konur og átta karlar. Þeir voru á aldrinum 22 – 46 ára. Tekin voru viðtöl þar sem þátttakendur voru spurðir nákvæmlega út í túlkun á hverju atriði fyrir sig. Skilningur á atriðum Marlowe-Crowne kvarðans var nokkuð mismunandi á milli svarenda. Vandi tengdur þýðingu kom fram í 11 atriðum af 33. Mikilvægt er að skoða vel þær niðurstöður sem liggja fyrir með tilliti til þess að auka réttmæti kvarðans

    Similar works

    Full text

    thumbnail-image

    Available Versions