Víravirki eins og við þekkjum það í dag er ekki eingöngu íslenskt fyrirbæri en íslenska víravirkið hefur þó sín sérkenni eins og lítil hjartalöguð lauf og trommulagaða hnappa. Víravirkið er næstum því eingöngu í formi skartgripa og kvensilfurs með örfáum undartekningum. Ólíkt öðrum löndum þar sem margskonar hlutir eru gerðir úr víravirki eins og styttur og skartgripaskrín. Hér má finna ýtarlegar lýsingar á framleiðsluaðferðum á mismunandi vírum og á víravirkissmíði á mismunandi tímum. Einnig er fjallað um þróun stíls og tísku í víravirki frá því fyrir landnám og til dagsins í dag. Skoðaðar eru ritaðar heimildir og fornleifrannsóknir um eign íslendinga á víravirki í gegnum aldirnar