Að skapa tengsl við náttúru með listsköpun

Abstract

Meistaraverkefnið Að skapa tengsl við náttúru með listsköpun er tilraun til að nálgast og bregðast við loftslagsbreytingum sem heimurinn stendur frammi fyrir í dag. Loftslagsbreytingar eru afleiðingar þess stóra vandamáls sem aftenging mannsins frá náttúrunni og umhverfinu veldur. Meistaraverkefnið samanstendur af þremur smiðjum sem unnar voru á ólíkum vettvangi. Smiðjurnar eiga það sameiginlegt að vinna að því að skapa aukin tengsl þátttakenda við náttúruna og umhverfið. Til að undirbúa mig undir listasmiðjurnar vann ég sjálf listrænt verkefni með það að markmiði að kanna eigin tengsl við nærumhverfið og kanna þau áhrif sem ég hef á mitt umhverfi. Markmið meistaraverkefnisins var að kanna og þróa eigin starfshætti í átt að skapandi leiðum í menntun til sjálfbærni. Í því ljósi er vísað í kenningar fjölmargra fræðimanna og þær tengdar við áherslur Aðalnámskrár frá 2011. Verkefnin sem framkvæmd voru í tengslum við meistaraverkefnið fólust í eigin listsköpun, smiðju í Landakostsskóla og smiðju á Kjarvalsstöðum í tengslum við vetrarhátíð. Öll verkefnin lögðu áherslu á skapandi flæði og persónulega nálgunThe master’s thesis, To Connect with Nature through Art is an attempt to address and react to the global changes the world faces today. Climate change is the result of the deep problems caused by humans’ disassociation from nature and the environment. This thesis is based on three workshops conducted in different locations/areas. The workshops share the objective of creating a deeper connection between the participants and the natural environment. To prepare myself for the workshops I worked on an artistic project aimed at investigating my relationship with my immediate environment, and exploring how I affect my environment. The aim of the project was to explore and develop my own practice towards a creative approach to education for sustainability. In this context I refer to the theories of several scholars and relate these to the emphases of the National Curriculum from 2011 The projects conducted in relation to the master’s project included my own artistic practice and workshops at Landakotsskóli and Kjarvalsstaðir connected to the city´s Winter Festival. All the projects focused on a creative flow and a personal approach

    Similar works

    Full text

    thumbnail-image

    Available Versions