Bótaréttur flugfarþega og annarra á grundvelli loftferðalaga. Efnislegur samanburður 1. mgr. 102. gr. loftferðalaga og 17. gr. Montreal sáttmálans.

Abstract

Með ritsmíð þessari er markmiðið að athuga það, hvaða bótarétt einstaklingar eiga þegar að þeir verða fyrir líkamstjóni, annað hvort þegar að þeir eru staddir um borð loftfars eða fyrir utan það. Einstaklingar sem eru um borð loftfars geta lent í slysi á meðan loftflutningum stendur en einstaklingar fyrir utan loftfar geta orðið fyrir líkamstjóni af völdum notkunar þess. Það verður aðallega litið til þess hvaða rétt lög um loftferðir nr. 60/1998 veita þessum einstaklingum er þeir verða fyrir líkamstjóni. Umfjöllunin mun þó ekki einskorðast við fyrrnefnd lög. Í lögunum er t.d. ekki vikið að bótarétti áhafnarmeðlima loftfars og verður af þeim sökum athugað hver hann er þ.e. hvaða reglur gilda um líkamstjón þeirra. Megináhersla ritgerðarinnar verður bótaréttur flugfarþega. Um bótarétt þeirra, í alþjóðlegu flugi á milli landa, hafa verið gerðir þónokkrir sáttmálar þar sem fjallað er um ábyrgð flugrekenda á líkamstjóni farþega sinna. Frá því að fyrsti sáttmálinn var gerður hefur þróunin verið í þá átt að vernd flugfarþega hefur aukist, sérstaklega þegar litið er til sönnunarstöðu þeirra gagnvart flugrekendum. Ísland hefur reynt að halda í við fyrrnefnda þróun. Nýjasti sáttmálinn sem fjallar um bótarétt flugfarþega heitir Montreal sáttmálinn og var undirritaður árið 1999. Í lögum um loftferðir nr. 60/1998 er flugfarþegum heimilað að byggja rétt sinn, vegna líkamstjóns, á sjálfum lögunum eða Montreal sáttmálanum. Það eitt, virðist veita vísbendingu um að báðir bótagrundvellirnir veita flugfarþegum sama rétt. Þegar litið er til orðalags greinanna sem fjalla um bótarétt flugfarþega, þ.e. 1. mgr. 102. gr. loftferðalaga og 17. gr. Montreal sáttmálans, kemur hins vegar í ljós að það virðist vera ákveðið ósamræmi á milli þeirra, að því leytinu til að ákvæði loftferðalaga er orðað með mun víðtækari hætti heldur ákvæði Montreal sáttmálans. Þess vegna verður athugað hvort ákvæðin veiti farþegum sama rétt eða hvort loftferðalag veiti farþegum víðtækari rétt til bóta heldur en Montreal sáttmálinn

    Similar works

    Full text

    thumbnail-image

    Available Versions