Að berja föllin augum: Tækisfall í germönskum málum

Abstract

Þessi ritgerð er lögð fram til B.A.-prófs í almennum málvísindum á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Umfjöllunarefni hennar er þróun tækisfalls í germönskum tungumálum með áherslu á vesturgermönsk mál. Lítið hefur verið skrifað um hvarf tækisfalls með tilliti til allra germanskra mála og um þá aðferð sem notuð er til að koma tækismerkingu til skila í nútímamálum. Heimildir voru skoðaðar um fornu málin til nútímamála og þannig fengin heildræn mynd af hvarfi tækisfalls í germönskum málum. Af fornum málum varðveittu aðeins vesturgermönsk mál tækisfall, en það hafði þegar fallið saman við þágufall í frumnorrænu og gotnesku. Tækisfall var varðveitt sem sjálfstætt fall allt til 14. aldar í tveimur vesturgermönskum málum, miðháþýsku og miðensku, en eftir þann tíma var fallið horfið að öllu leyti í germönskum málum. Þá var þágufall notað til að koma tækismerkingu til skila, en í germönskum málum í dag eru forsetningarliðir að mestu leyti notaðir. Því sést að merking tækisfalls hefur verið varðveitt þó svo formið hafi horfið

    Similar works

    Full text

    thumbnail-image

    Available Versions