Það á ekki að vera happa og glappa hvaða þjónustu barnið fær. Reynsla félagsráðgjafa af starfi með börnum með ADHD

Abstract

Markmið þessarar rannsóknar er að fá innsýn í reynslu félagsráðgjafa af starfi þeirra með börnum með ADHD. Til að ná fram markmiðum rannsóknarinnar var notast við eigindlega rannsóknaraðferð. Tekin voru sex opin viðtöl við félagsráðgjafa á Íslandi og í Noregi sem starfað hafa með börnum í 11-29 ár og hafa reynslu af starfi með börnum með ADHD. Tilgangurinn var að kanna hvort félagsráðgjöf geti stuðlað að bættum lífsgæðum barna með ADHD og fjölskyldna þeirra. Spurt var hvernig hugmyndafræði félagsráðgjafar nýtist í starfi með börnum með ADHD, hverjir séu styrkleikar aðferðafræði félagsráðgjafar í slíku starfi, og hvort meðferðarúrræði sem notuð eru byggi á gagnreyndum aðferðum. Meðal helstu atriða sem fjallað er um er skilgreining á ADHD, orsök og afleiðingar auk áhættuþátta og fylgiraskana. Einnig er félagsráðgjafafaginu gerð skil sem og hugmynda- og aðferðafræði þess, auk helstu úrræða sem rannsóknir hafa sýnt að beri árangur fyrir börn með ADHD og fjölskyldur þeirra. ADHD er algengasta geðröskunin meðal barna og hefur hún afdrifarík áhrif á líf fjölda einstaklinga. Það eru helst einkenni röskunarinnar, fylgiraskanir (Moen, 2014; Zendarski, Sciberras, Mensah og Hiscock, 2016) og fordómar sem skerða lífsgæði barnanna (Sigrún Ólafsdóttir og Jón Gunnar Bernburg, 2010). Til að bæta lífsgæði barna með ADHD er því mikilvægt að aðstoða þau og umhverfi þeirra við að læra inn á einkennin og ná tökum á þeim, bregðast við fylgisrökunum og auka fræðslu til að reyna að draga úr fordómum. Viðmælendur voru sammála um að skólakerfið væri sá vettvangur sem þyrfti helst að breyta til að bæta aðstæður barnanna, bæði hvað varðar menntun kennara og aðstæður í skólum. Niðurstöður sýndu fram á að hugmyndafræði félagsráðgjafar nýtist vel bæði í greiningarvinnu og eins til að sinna barninu og félagslegu umhverfi þess. Helstu styrkleikar aðferðafræði félagsráðgjafar í slíku starfi eru heildarsýn, teymisvinna, hagsmunagæsla og réttindabarátta auk málastjórnar. Hvað úrræði varðar benda niðurstöður til þess að skortur sé á úrræðum og að takmarkað framboð sé af gagnreyndum meðferðarúrræðum til að sinna hópnum. Vonast rannsakandi til að niðurstöðurnar geti reynst hagnýtar í sálfélagslegu starfi með börnum og unglingum með ADHD á Íslandi, sem og fjölskyldum þeirra. Ætlunin er að hlusta eftir nýjungum og koma auga á það sem vel er gert, en einnig það sem betur mætti fara. Lykilorð: ADHD, börn, félagsráðgjöf, hugmyndafræði, gagnreynd meðferðarúrræðiThe objective of this study is to gain insight into the experience of social workers in their work with children with ADHD. To achieve the objectives of this study a qualitative research method was used. Six, open interviews were conducted with social workers in Iceland and Norway who have worked with children for 11-29 years and have experience in working with children with ADHD. The purpose was to examine whether social work can help improve the quality of life of children with ADHD and their families. They were asked how the ideology of social work can be used when working with children with ADHD. What are the strengths of the methodology of social work in that kind of work? Are the treatment resources built on an evidence-based approach? Among the main topics addressed is the definition of ADHD, its causes and effects as well as risk factors and accompanying disorders. The field of social work is also examined, its ideology and methodology as well as the main resources which studies have shown to be effective for children with ADHD and their families. ADHD is the most common mental disorder amongst children and it dramatically impacts the lives of many individuals. It is mainly the symptoms of the disorder, the accompanying disorders and prejudice which diminish the children’s quality of life. To improve their quality of life it is important to assist the children and their community by learning about the symptoms and dealing with them, reacting to the accompanying disorders and increasing education to help reduce prejudice. The participants agreed that the school system; both the teachers’ education and school conditions, was the area that needed to be changed in order to improve the children’s situation. The results showed that the ideology of social work is very useful in diagnostic work and also in taking care of the child and its social environment. The main strengths of the methodology of social work are team work, advocacy and campaigning for rights, as well as case management. As far as treatment is concerned the results indicate that there is a shortage of resources and a limited supply of evidence- based treatments for this group. The researcher hopes that the results will be of practical value in psychosocial work with children and adolescents with ADHD in Iceland, as well as their families. The intent is to keep an eye on innovations and identify what is being done well but also to monitor what could be improved. Key words: ADHD, children, social work, ideology, evidence based practic

    Similar works

    Full text

    thumbnail-image

    Available Versions