"I am the master of my fate; I am the captain of my soul." A functional analysis of fate in Fornaldarsögur

Abstract

It has been long accepted that the Old Icelandic literature is full of a strong feeling of fatalism. Fate is commonly regarded as something predetermined that the characters have no other choice than to embrace. However, this vision leaves little space to the free will of actions that makes a great hero. This thesis aims to challenge this vision of fate by offering a different one in which the destiny is more closely related to the actions of the characters. This thesis aims to demonstrate that fate in the Fornaldarsögur may as well be a literary device used by the authors to express Christian ideas and moral values in a pagan time. Another aim of this thesis is therefore to challenge the idea of fate in the sagas as only representative of a Pre-Christian belief. Fate has mainly been studied in relationship to this religious aspect, especially in the Fornaldarsögur. Here fate will be considered through a functional approach, in order to question the meanings and purposes given to fate in the narratives. The analysis proposed in this thesis includes three sagas, Völsunga saga, Hervarar saga ok Heiðreks and Örvar-Odds saga. These sagas present various relationships of the characters to their fate. Some main results are that fate is related to the concept of law and justice, which contrasts with the common idea of a blind fate deciding everything beforehand regardless of the hero’s characteristics and actions. Fate can be seen as a judgement or punition. The reaction to fate and the many forewarnings invites us to rethink the idea of free will in those sagas, in contrast to a binding fate. It is proposed to see fate as a frame to the narrative, guiding the hero—even possibly asking him—to take himself decisions concerning his actions in order to assume or avoid this fate. In addition, fate is used to give an image of ideal and counter examples of how to behave. Even in a legendary context, fate has a didactic aspect, which refers more to the 13th century mentalities than to pagan time, for the influence of Christianity is present, implicitly or explicitly. More than an abstract concept, fate is a narrative tool used by the authors to give moral instructions about consequences of actions and behavior.Örlagatrú hefur lengi þótt einkenna íslenskar fornbókmenntir. Örlög eru ákvörðuð fyrir fram og sögupersónur eiga engra annara kosta völ en að taka þeim. Þetta viðhorf gefur lítið rými fyrir frjálsan vilja persónunnar sem getur gert hana að mikilli hetju. Í þessari ritgerð verður leitast við að draga upp mynd af örlögum sem tengist fremur gjörðum persónanna. Sjónum verður beint að fornaldarsögum Norðurlanda og sýnt að í þeim eru örlögin smíðatól sögumannsins sem gerir honum kleift að koma á framfæri kristilegum hugmyndum og gildum þótt sögutíminn sé heiðinn. Annað markmið ritgerðarinnar er því að draga færa rök gegn því að örlagatrú í sögunum tengist leifum að heiðinni hugsun. Hingað til hafa örlög eins og hugtakið birtist í fornaldarsögum aðeins verið rannsökuð frá trúarsögulegu sjónarmiði. Hér verður litið á hlutverk örlaga í frásögninni til að spyrja spurninga um merkingu þeirra og tilgang. Greindar verða þrjár fornaldarsögur, Völsunga saga, Hervarar saga og Heiðreks og Örvar-Odds saga, en í sögunum þremur er samband persónanna við örlög sín nokkuð ólíkt. Meðal þess sem kemur í ljós er að örlög tengjast hugmyndum um lög og réttlæti, en það gengur gegn hugmyndinni um að örlögin séu blind og óháð gjörðum og eiginleikum hetjunnar. Örlög geta því verið eins konar dómur eða refsing. Það hvernig brugðist er við örlögum og vísbendingum um þau gefa tilefni til að hugsa á nýjan hátt um frjálsan vilja í þessum sögum, sem andstæðu bindandi örlaga. Örlögin gegna því hlutverki í sögunum að búa til ramma utan um frásögnina, sem leiðir hetjuna áfram og jafnvel stýrir gjörðum hans, til að forðast þessi örlög eða til að taka þeim. Þessu til viðbótar gegna örlög því hlutverki að draga upp mynd af því hvernig rétt sé að hegða sér, eða rangt. Jafnvel þótt hetjurnar séu úr fjarlægri fornöld, þá hafa örlög þeirra uppfræðslugildi sem skírskotar meira til 13. aldarinnar, enda eru kristileg áhrif víða sýnileg í sögunum. Því eru örlög ekki aðeins óhlutbundið hugtak í þeim, heldur tæki sem sögumaðurinn notar til að koma á framfæri siðferðilegum hugmyndum um afleiðingar gjörða og hegðunar

    Similar works

    Full text

    thumbnail-image

    Available Versions