research

Local application of Metronidazole as an adjunct to surgical debridement of molar furcation sites.

Abstract

Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnTilgangur: Markmið þessarar slembnu, klínísku rannsóknar var að athuga hvort það að koma geli sem inniheldur sýklalyfið metronidazole fyrir undir flipa við tannhaldsskurðmeðferð á annarrar gráðu millirótabólgu, bæti árangur af meðferðinni. Efniviður og aðferðir: Tuttugu sjúklingar með eitt par sambærilegra jaxla, einn í hvorri hlið með sambærilega millirótabólgu af gráðu II tóku þátt í rannsókninni. Eftir formeðferð, við upphaf skurðmeðferðar (baseline), voru gerðar klínískar upphafsmælingar. Mæld var tannsýkla (PlI), yfirborðsbólga (GI), pokadýpt (PPD), tannfesta (PAL), lárétt tannfesta (HAL) og svo blæðing við pokamælingu (BoP) og blæðing við lárétta pokamælingu (HBoP). Gerð var flipaaðgerð með aðferð Widmans (modified Widman flap) og metronidazole geli (Elyzol® Dental Gel, 25% metronidazole) komið fyrir undir flipanum, hjá annarri tönn hvers þátttakenda (tilraunahópur, test, T). Við hina tönnina var ekkert gel notað (viðmiðunarhópur, control, C). Að fjórum vikum liðnum voru tannsýkla (PlI) og yfirborðsbólga (GI) mældar. Að sex mánuðum liðnum voru gerðar klínískar lokamælingar. Rannsóknin var gerð með tvíblindu fyrirkomulagi og slembivalið í hópana T og C. Niðurstöður: Lokaniðurstöður byggjast á 15 tannpörum, P < 0,05. Enginn tölfræðilegur munur reyndist á PlI og GI milli hópanna, hvorki í upphafi né við lokamælingar. Tölfræðilega marktækur munur reyndist á milli T og C hvað varðar PPD (T 3,8 mm C 4,2 mm) við upphafsmælingar og á hópunum við lokamælingar PAL (T 4,3 mm og C 5,2 mm). Munur allra annarra mælinga reyndist tölfræðilega ómarktækur. Ályktun: Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að klínísk jákvæð áhrif þess að nota metronidazole gel samfara skurðaðgerð á tannhaldi jaxla með millirótabólgu af gráðu II séu harla lítil. Þannig hefur það sýnt sig að þó einróta tennur svari tannhaldsmeðferð mjög vel 3, 44 þá er árangur af slíkri meðferð hjá fjölróta tönnum marktækt síðri.23,25,32,49 Þessi lakari árangur við jaxlana virðist ekki tengjast verra aðgengi til hreinsunar, eins og vænta mætti vegna stöðu þeirra, aftarlega í tannboganum, því sléttir rótafletir jaxla, staðir sem ekki tengjast millirótabilum, svara meðferð á svipaðan hátt og einróta tennur gera.25 Það er því ljóst að þeir staðir sem skera sig úr eru millirótabilin. Þau geta verið flókin að lögun48 sem aftur leiðir af sér að erfitt getur verið að hreinsa þau, hvort sem beitt er skurðaðgerð eða ekki18,27 en það aftur, skilar sér í lakari græðslu. Sýnt hefur verið fram á að sýklalyfjagjöf, hvort sem er kerfisbundin7,17,19,21 eða staðbundin14,4,11,26 getur bætt græðslu eftir tannhaldsmeðferð, tannhreinsun án skurðaðgerðar. Sá möguleiki að sýklalyf geti bætt árangur af tannhaldsmeðferð með skurðaðgerð hefur lítt verið rannsakaður. Áhugaverðustu staðirnir, hvað þetta varðar, eru þeir sem lakar gróa eftir skurðmeðferð til dæmis millirótabil jaxla. Leiða má að því líkur að sýklalyf sem kemst í snertingu við eftirhreytur sýklaskánar sem finna má í millirótabili eftir tannhreinsun, minnki sýkinguna á rótaryfirborðinu. Í gegnum tíðina hafa fjölmargar rannsóknir verið gerðar á áhrifum metronidazole gels þegar það er notað staðbundið, samfara tannhaldsmeðferð án skurðaðgerðar. Niðurstöður spanna allt frá því að sýna lítil sem engin áhrif af lyfjagjöfinni 40, 46 til þess að sýna veruleg áhrif af hinni staðbundnu lyfjagjöf.12 Minna er vitað um hugsanleg, jákvæð áhrif af staðbundinni notkun metronidazole eftir skurðmeðferð á tannhaldi. Annar þáttur sem hafa skyldi í huga er sá að flókin lögun millirótabilsins gæti stuðlað að því að sýklaskán gæti vaxið að nýju (recolonization) á meðan á græðslu stendur. Sé þetta raunin gæti sýklalyfjagjöf stuðlað að þéttara tannholdi og betri lokun á tannhaldspokanum á fyrstu stigum græðslunnar eftir tannhreinsun. Rannsókn Hirooka (1993) styður þessa hugmynd en þar var metronidazole geli (Elyzol® Dental gel) komið fyrir tvisvar, með einnar viku millibili, eftir tannhaldsmeðferð í millirótabili án skurðaðgerðar. Þar reyndust tilraunastaðir gróa betur hvað varðar lárétt festumörk með þéttara tannholdi í millirótabili en viðmiðunarstaðir sem ekkert sýklalyf fengu. Tilgangur þessarar rannsóknar var að meta hvort staðbundin notkun metronidazole gels bæti árangur af tannhaldsmeðferð með skurðaðgerð í millirótabili jaxla, mælt með klínískum aðferðumObjective: The aim of this randomized, controlled, clinical trial (RCT) was to evaluate if a locally applied metronidazole containing gel may have beneficial effect on the healing results obtained following surgical debridement of molar furcation sites, as assessed by clinical means. Materials and methods: Twenty patients referred for treatment of periodontitis were included in the study. To be included they had to have one pair of contralateral molars with furcation involvement, class II. All the participants were initially given cause related therapy. At baseline; Plaque index (PlI), Gingivitis index (GI), pocket probing depth (PPD), probing attachment level (PAL), horizontal attachment level (HAL) , bleeding on probing (BoP) and finally bleeding on horizontal probing (HBoP) at the furcation were measured. Periodontal flap surgery (modified Widman flap) was performed at all the sites and metronidazole gel (Elyzol®Dental Gel, 25 % metronidazole) was applied under the flap before closure at one of the teeth for each subject. Which tooth received the antibiotic, test tooth (T) and which not, control tooth (C) was selected at random by tossing a coin. At four weeks the PlI and GI measurements were repeated. At six months all the clinical measurements made at baseline were repeated. The design of the study is double blind. Results: Final results were based on results from 15 patients, 30 teeth. Statistical analysis in this study uses p < 0.05. PlI and GI showed no statistically significant differences between T and C throughout the study. A statistically significant difference was shown between T and C for PPD (T 3.8 mm, C 4.2 mm) at baseline and between the groups for PAL at six months (T 4.3 mm, C 5.2 mm). No other results showed statistically significant difference between T and C. Conclusion: The findings of the present study demonstrate that the favorable effect of using metronidazole gel as adjunct to surgical treatment of molar class II furcation defects is limited, measured with clinical methods

    Similar works