Kattarklórskvilli

Abstract

Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenKvilli sem kenndur er við kattarklór (cat scratch disease) greindist fyrst árið 1935. Það var hins vegar ekki fyrr en fimmtán árum síðar, árið 1950 að fyrsta greinin birtist í læknisfræðitímariti (1). Síðan hafa meira en 1000 greinar frá flestum heimshornum verið birtar varðandi kattarklórskvilla. Á Íslandi, sem annars staðar, hefur nokkrum sinnum vaknað spurning hvort sjúklingur með eitlabólgu hafi kattarklórskvilla. Ekki er að fullu ljóst hvort sjúkdómurinn hafi nokkru sinni greinst með vissu á Íslandi. Þó má ætla að kattarklórskvilli komi fyrir á landinu eins og annars staðar í heiminum. Til samanburðar má geta þess að álitið er að kvillinn greinist með vissu í 2000 einstaklingum ár hvert í Bandaríkjunum. Nýgengi sjúkdómsins er áreiðanlega miklu meira. Þótt kattarklórskvilli sé venjulega ekki alvarlegur eða hættulegur sjúkdómur er greining kvillans mikilvæg og hann ber að hafa í huga meðal annars við mismunagreiningu á eitlabólgum, gleypifrumuhnúðum (granulomas) og óvenjulegum sýkingum

    Similar works