research

Quality improvement and measuring quality of care in home nursing using interRAI-HC quality indicators: intervention study

Abstract

Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnÖldruðum fer fjölgandi og hefur þörfin fyrir þjónustu í heimahúsi aukist í takt við það. Krafan um að heilbrigðisstofnanir veiti góða þjónustu og fé sé vel varið eykst stöðugt. Með tilkomu matstækisins interRAI-Home Care (interRAI-HC) og tilheyrandi gæðavísa opnast möguleikar á að meta gæði heilbrigðisþjónustu í heimahúsum. Tilgangur þessarar rannsóknar var að athuga hvort hægt væri að hafa áhrif á gæði þjónustu heimahjúkrunar með fræðslu til starfsfólks og notkun á gæðavísum interRAI-HC. Rannsóknin var megindleg íhlutunarrannsókn sem fylgdi fyrir-eftirrannsóknarsniði án samanburðarhóps. Gögnin voru byggð á upplýsingum úr mati sem framkvæmt var í interRAI-HC frá 31 skjólstæðingi heimahjúkrunar á Selfossi. Starfsfólk tók þátt í ákvörðunum varðandi val á þremur interRAI-HC gæðavísum sem stefnt var á að bæta með íhlutun í formi fræðslu. Að auki var fylgst með stöðu tíu gæðavísa sem íhlutunin beindist ekki sérstaklega að. Þátttakendur í rannsókninni voru á aldrinum 60 til 94 ára (meðalaldur 79,2 ár), hlutfall kvenna var 64,5% og bjuggu 51,6% skjólstæðinga einir. Starfsmenn ákváðu að beina íhlutun að gæðavísum um byltur, félagslega einangrun og ófullnægjandi verkjastillingu þeirra. Á rannsóknartímanum lækkaði hlutfall þeirra sem hlutu byltu úr 22,6% í fyrra mati í 0% í seinna mati (p = 0,012). Hinir tveir gæðavísarnir, sem íhlutun beindist sérstaklega að, lækkuðu hlutfallslega þó að munurinn væri ekki marktækur. Sjö af þeim tíu gæðavísum, sem íhlutun beindist ekki að, sýndu breytingar í átt til hins betra. Niðurstöður benda til að með fræðslu til starfsfólks sé hægt að bæta þjónustu við skjólstæðinga heimahjúkrunar. Starfsfólk var áhugasamt og vildi taka þátt og hafa áhrif á sína vinnu til hins betra. Niðurstöður benda einnig til að notkun interRAI-HC-matstækisins og gæðavísa þess sé gagnleg í umbótavinnu og geti nýst fleiri heilsugæslustöðvum.The need for home care is increasing as the elderly population is growing. Furthermore the demand for quality and efficiency in health care services is increasing. The interRAI-Home Care (interRAI-HC) instrument and the additional quality indicators open possibilities to evaluate quality in home care service. The aim of the study was to investigate if it was possible to influence the quality of home care service by improving staff knowledge and the use of interRAI-HC instrument. The study was a quantitative intervention study with before-after research design without a comparison group. The data were from the interRAI-HC assessments from 31 home nursing clients in the Selfoss area. The staff participated in selecting three interRAI-HC quality indicators needing an intervention in the form of lectures. Ten additional quality indicators were studied before and after the intervention. The mean age of the participants was 79.2 years (min. 60; max. 94), females were 64.5% and 51.6% lived alone. The quality indicators the staff selected for intervention were falls, social isolation and inadequate pain control. Over the research period the percentage of clients that had a fall decreased from 22.6% to 0% (p = 0.012). The other two quality indicators selected also decreased but not significantly. Seven of the 10 quality indicators not selected for improvement work also decreased, however not significantly. The findings indicate that by increasing staff knowledge, services to home care clients can be improved. The staff were very enthusiastic and wanted to participate and improve their work. Moreover, the findings indicate that the use of the interRAI-HC instrument and the quality indicators is valuable in quality improvement work and may be useful for other home care agencies

    Similar works