research

Forspárréttmæti Sjálfsmisræmiskvarðans og tengsl sjálfsmisræmis við líðan.

Abstract

Efst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinnKenning Higgins (1987) um sjálfsmisræmi (Self-Discrepancies) skýrir frá því hvernig misræmi getur myndast á milli ólíkra sjálfskema í huga fólks og valdið vanlíðan. Slíkt sjálfsmisræmi og mælingar á því er meginefni þessarar greinar. Rannsóknir benda til þess að misræmi milli raunsjálfs og óskasjálfs skýri að hluta kvilla sem eiga rætur sínar í óraunhæfum samfélagslegum viðmiðum, svo sem kaupáráttu og líkamsóánægju. Eldri mælingaraðferðir eru þó um margt gagnrýniverðar. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna þáttabyggingu og forspárréttmæti Sjálfsmisræmiskvarðans (Self-Discrepancy Scale) sem var hannaður til að mæta gagnrýni á eldri mælitæki og er ætlað að mæla magn og mikilvægi misræmis milli raunsjálfs og óskasjálfs. Í samræmi við kenningu Higgins og eldri rannsóknir var því spáð að kvarðinn gæti veitt forspá um tilfinningar, kvíða, streitu og lífsánægju. Spurningalistar voru lagðir fyrir þátttakendur (N = 672) á rafrænu formi. Niðurstöður sýndu að atriði mælitækisins mynda einn áreiðanlegan þátt. Tengsl voru öll í þá átt sem spáð var. Meira sjálfsmisræmi tengdist minni lífsánægju og færri jákvæðum tilfinningum. Einnig tengdist meira sjálfsmisræmi meiri kvíða og streitu og fleiri neikvæðum tilfinningum. Mælitækið mætti nýta í rannsóknum og í klínískum tilgangi. ------------------------------------------------------------------------------------ Higgins’ (1987) theory of self-discrepancies explains how discrepancies between different self-schemas can lead to negative emotions. Such self-discrepancies and their measurement are the focus of this article. Research evidence suggests that self-discrepancies might help to explain consumer culture ills, such as bodydissatisfaction and compulsive buying. Previous methods of measuring self-discrepancies are, however, flawed. The aim of the present research is to test the predictive validity and factor structure of the Self-Discrepancy Scale, a scale designed to meet criticism of previous measurements. The scale measures the distance and importance of the discrepancy between ideal and actual self. Following Higgins’ theory and previous research we expected the Self-Discrepancy Scale to predict positive and negative emotion, stress, anxiety and life satisfaction. Participants (N = 672) completed online questionnaires. Results showed that the scale items form one reliable factor. All associations were in the predicted direction. Higher self-discrepancies were associated with lower life satisfaction and fewer positive emotions, more stress and anxiety and more negative emotions. The scale can be used for both clinical and research purposes

    Similar works