research

Evaluation of thromboprophylactic therapy at Landspítali - The National University Hospital of Iceland; a cross-sectional study on acute wards

Abstract

Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/Open Allur texti - Full textOBJECTIVE: Venous thromboembolic disease is a serious and often fatal complication following hospital admission. Studies show that thromboprophylactic therapy for this condition is often underutilized. The aim of this study was to evaluate the performance of thromboprophylactic therapy at Landspítali - The University Hospital of Iceland in adult patients admitted to acute wards. METHODS AND MATERIALS: On 2 December 2009 hospital charts of admitted patients on acute wards were reviewed and assessed for appropriate thromboprophylactic treatment according to the 2008 guidelines from The American College of Chest Physicians. The results were compared to those of other countries from the multinational Endorse study from 2008. RESULTS: 251 patient were included of whom 47% were considered at risk for venous thromboembolic disease. Of those 57% received appropriate thromboprophylactic treatment or 78% of surgical and 26% of medical patients. CONCLUSIONS: Adherence to clinical guidelines for thromboprophylactic treatment at surgical wards of Landspítali - The National University Hospital of Iceland was good and well above the average compared to the results of the Endorse study. Performance on the medical wards was on the other hand below average. Our results show that application of thromoboprophylactic treatment at Landspítali could be improved and thereby enhance patient safety.Tilgangur: Bláæðasegasjúkdómar eru alvarlegir og geta verið banvænir fylgikvillar sjúkrahúsinnlagna. Erlendar rannsóknir sýna að forvarnarmeðferð gegn bláæðasegum er víða ábótavant. Markmið þessarar rannsóknar var að meta frammistöðu Landspítala í forvörnum gegn bláæðasegasjúkdómum hjá inniliggjandi sjúklingum á bráðadeildum fullorðinna. Efniviður og aðferðir: Þann 2. desember 2009 var farið yfir sjúkraskrár allra inniliggjandi sjúklinga bráðadeilda Landspítala. Kannað var hvort viðkomandi fengi fyrirbyggjandi meðferð gegn bláæðasegasjúkdómum samkvæmt leiðbeiningum American College of Chest Physicians frá 2008. Niðurstöðurnar voru bornar saman við árangur annarra landa úr fjölþjóðarannsókninni Endorse frá 2008. Niðurstöður: Inntökuskilyrði uppfyllti 251 sjúklingur. Inniliggjandi sjúklingar á Landspítala höfðu í 47% tilfella ábendingu fyrir forvarnarmeðferð gegn bláæðasegasjúkdómum. Af þessum áhættusjúklingum fengu 57% forvörn, eða í 78% tilfella á skurðlækningadeildum og í 26% tilfella á lyflækningadeildum. Ályktanir: Árangur skurðlækningadeilda Landspítala var góður þegar niðurstöður úr Endorse-rannsókninni voru hafðar til samanburðar. Árangur lyflækningadeilda var hins vegar verri við hliðstæðan samanburð. Niðurstöður okkar gefa til kynna að bæta mætti frammistöðu Landspítala í forvörnum gegn bláæðasegasjúkdómum og auka þar með sjúklingaöryggi

    Similar works