Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Vitneskja um rekstur spítala á Skriðuklaustri í Fljótsdal var ekki fyrir hendi fyrr en fornleifauppgröftur hófst á rústum þess árið 2002. Leifar lækningaplantna og læknisáhalda vitna um að jafnt lyf- og handlækningar hafi farið fram á staðnum. Skýr einkenni um langvinna sjúkdóma á beinagrindum úr gröfum í klausturgarðinum sýna að þangað hafa sjúklingar leitað aðstoðar en klaustur voru skyldug að greftra þá sem dóu í þeirra umsjá. Dreifing grafa innan kirkjugarðsins bendir jafnframt til þess að trúin á áframhaldandi lækningu af hendi almættisins eftir andlátið hafi verið sterk enda voru fyrirbænir fyrir lifandi og látna ríkur þáttur í starfsemi klaustranna