research

Endurgjöf í sjúkraþjálfun með sónar og EMG vöðvarafriti

Abstract

Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenUndanfarið hefur áherslan í þjálfun sjúklinga með vandamál frá stoðkerfi verið á samhæfni tauga og vöðva við hreyfistjórn. Markmiðið með slíkri þjálfun er að kenna á ný rétta tímaröð við virkjun dýpri vöðva og grynnri þannig að stöðugleiki liða sé sem bestur við framkvæmd hreyfinga (2). Að nota endurgjöf er hefðbundið í sjúkraþjálfun. Sjónræn endurgjöf („visual biofeedback“) þar sem einstaklingur getur fylgst með sínum athöfnum um leið og hann framkvæmir hefur verið nefnd á enskunni „knowledge of performance“ sem ég leyfi mér að snara hér yfir í vitneskjan um frammistöðu, og er talin besta tegund endurgjafar (11). Önnur tegund endurgjafar hefur verið nefnd „knowledge of result“ eða vitneskjan um árangur og er í raun mæling á árangrinum eftir að hreyfing eða athöfn er framkvæmd. Ég mun gera því skil hér að neðan hvernig hægt er að nota sónar og nýja tegund af sjónrænu EMG vöðvarafriti í endurhæfingu sjuklinga sem þurfa að læra hreyfistjórn í kringum hrygg eða útlimiliði eins og hné og axlir

    Similar works