research

Aukið úthald og minni fallhætta hjá nýrnasjúklingum eftir þjálfun á meðan þeir voru í blóðskilun

Abstract

Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Inngangur: Við upphaf meðferðar í blóðskilun má reikna með að líkamshreysti sjúklinga sé um 50% af því sem búast má við af heilbrigðum jafnöldrum. Líkamsþjálfun er því mikilvæg fyrir þennan sjúklingahóp til að sporna við síminnkandi líkamlegri getu og aukinni þörf fyrir aðstoð. Tilgangur: Að kanna áhrif sex mánaða þjálfunar á sjúklinga í blóðskilun. Efniviður og aðferðir: Sjúklingum í blóðskilun á LSH var boðin þátttaka í þjálfun og þáðu 21 af 35. Líkamleg geta þeirra var mæld með 6-mínútna gönguprófi, 6MGP, „Timed-up-and go“ TUG, standa upp af stól og setjast 10 sinnum með tímatöku og Rhombergs prófi. Borg skali var notaður til að meta álag í 6MGP og TUG prófi. Sjúklingarnir hjóluðu í MOTOmed letto hjóli (ReckMOTOmed.com) í 12 – 40 mínútur þrisvar í viku með vaxandi álagi eftir getu hvers og eins. Við úrvinnslu gagna var notuð lýsandi tölfræði og Wilcoxon Signed Ranks Test með SPSS forriti, 11. útgáfu. Niðurstöður: Tólf sjúklingar (níu karlar og þrjár konur) luku þriggja mánaða þjálfun, meðalaldur þeirra var 66±16 ár (37- 88), meðalfjöldi ára í blóðskilun var 4±3.6 (1-11) ár og BMI 25.4±3.4 (20-31). Rhombergs próf var jákvætt hjá fjórum í upphafi en þremur eftir þriggja mánaða þjálfun. Níu (sjö karlar og tvær konur) luku sex mánaða þjálfun. Engin þeirra var með jákvætt Rombergs próf. Göngulengd í 6MGP jókst marktækt eftir þriggja og sex mánaða þjálfun (p=0.002; p=0.012), tími í TUG prófi (p=0.041; p=0.044) og að standa upp af stól og setjast 10 sinnum (p=0.015; 0.018) styttist marktækt miðað við fyrir þjálfun. Ályktanir: Þolþjálfun eykur göngulengd í 6MGP og minnkar fallhættu marktækt hjá sjúklingum í blóðskilun

    Similar works