Íslenskar rannsóknir á krabbameinum í brjóstum [ritstjórnargrein]

Abstract

Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenÁ síðari helmingi þessarar aldar hafa verið gerðar gróskumiklar rannsóknir í faraldsfræði brjóstakrabbameina á Íslandi. Þetta má að nokkru rekja til aukins skilnings lækna og annarra fræðimanna á mikilvægi faraldsfræðinnar. Áður voru rannsóknir á orsökum sjúkdóma stundaðar í mörgum greinum læknisfræðinnar, en þó kannski mest af meinafræðingum sem í daglegum störfum sínum fengust við leit að orsökum sjúkdóma í einstaklingum. Með tilkomu faraldsfræðinnar hefur áhuginn beinst að orsökum sjúkdóma í hópum fólks. Nokkrar vörður á þessari leið má benda á. Krabbameinsfélögin stofnuðu Krabbameinsskrána árið 1954 og hefur hún verið grundvöllur þessara rannsókna. Leitarstöð krabbameinsfélaganna tók til starfa áratugi síðar, en hún hefur safnað markverðum upplýsingum um ýmsa áhættuþætti brjóstakrabbameina. Af þeim toga eru greinar um áhættuþætti tengda tíðablæðingum kvenna. Í þeim flokki eru allmargar greinar sem voru meðal þeirra fyrstu sem sýndu fram á að aukinn barnafjöldi minnkar líkur á krabbameinum í brjóstum, en áður hafði verið sýnt fram á að hár aldur við upphaf blæðinga væri áhættuþáttur. Nýlega er komin út grein um það umdeilda atriði hvort notkun getnaðarvarnalyfja auki hættu á krabbameinum í brjóstum í litlum vel skilgreindum hópum

    Similar works