research

Jafnvægistruflanir hjá öldruðum : greining og meðferð

Abstract

Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenByltur eru algengar meðal aldraðra og má ætla að þriðji hver einstaklingur yfir sjötugt detti einu sinni eða oftar á ári hverju. Líkur á byltum aukast enn frekar með hækkandi aldri. Afleiðingar byltna geta verið ýmsir áverkar og brot, sérstaklega ef beinþynning er einnig til staðar. Í kjölfarið kemur oft kyrrseta og skert færni vegna ótta við að detta aftur. Í þessari grein verður fjallað um byltu- og beinverndarmóttöku öldrunarsviðs LSH Landakoti og þátt sjúkraþjálfara í greiningu og meðferð aldraðra með jafnvægistruflanir

    Similar works