Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenMarkmið rannsóknarinnar var að kanna viðhorf foreldra barna með hreyfihömlun til þjónustu iðjuþjálfa og sjúkraþjálfara. Rannsóknin var unnin samkvæmt eigindlegri hefð. Gögnum var safnað með opnum viðtölum við 17 foreldra (14 mæður og þrjá feður) barna í 1.-7. bekk grunnskóla. Börnin og fjölskyldur þeirra höfðu notið þjónustu iðjuþjálfa og sjúkraþjálfara frá unga aldri. Gagnagreining byggði á grundaðri kenningu. Niðurstöður: Foreldrar töldu þjónustu iðjuþjálfa og sjúkraþjálfara mikilvæga en breytilega, háða því hvaða einstaklingur sinnti málum hverju sinni. Skortur á skýrum viðmiðum og samræmdu vinnulagi varð til þess að einstaklingsbundnir þættir í fari þjálfara skiptu miklu. Fram kom sterk ósk um fjölskyldumiðaða þjónustu með breytilegar þarfir barns og fjölskyldu að leiðarljósi. Einnig að þjálfarar hugi vel að aðstæðum barnanna og taki virka ábyrgð í að samhæfa upplýsingar og þjónustu. Flestir foreldrar óskuðu eftir gagnkvæmri virðingu, sameiginlegri ákvarðanatöku um markmið og leiðir og samvinnu við þjónustuaðila. Foreldrar lýstu jafnframt þörf fyrir virk en viðráðanleg hlutverk sem taka ekki of mikið af tíma þeirra og kröftum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á mikilvægi stefnumótunar í skipulagi og framkvæmd þjónustu þvert á þjónustukerfi heilbrigðis-, félags- og menntamála