research

Áhrif og tengsl catechol-O-methyltransferase (COMT Val158Met) breytileikans á alvarleika ADHD einkenna og meðfylgjandi hegðunarröskun

Abstract

Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenAthyglisbrestur og ofvirkni (ADHD) er algeng taugaþroskaröskun sem getur haft víðtæk áhrif á daglegt líf, nám og félagslega aðlögun einstaklinga1. Nýlegar rannsóknir sýna að rúmlega 5 af hundraði barna og unglinga glíma við ADHD2. Fylgiraskanir eins og mótþróahegðun, hegðunarröskun, kvíði eða depurð eru einnig algengar hjá einstaklingum með ADHD3. Erfðir og umhverfisþættir gegna mikilvægu hlutverki í ADHD, þar sem að erfðir geta útskýrt 60-90% einkenna og umhverfisþættir um 20 til 30% einkenna4. Orsakir ADHD eru líffræðilegar og benda rannsóknir til að orsaka sé að leita í truflun í boðefnakerfi heilans á stöðum sem gegna mikilvægu hlutverki í stjórn hegðunar, þar sem að framheilinn spilar hvað stærst hlutverk5. Í framheilanum gegnir COMT (catechol-Omethyltransferase) ensímið lykilhlutverki í niðurbroti dópamíns6. Fundist hefur breytileiki í einum basa (Val158Met, rs4680) í erfðaefninu á milli einstaklinga, sem veldur því að þegar A samsæta er til staðar er COMT ensímið mun lengur að brjóta niður dópamín en þegar G samsæta er til staðar7. Þetta veldur því að þeir sem eru með A samsætuna eru með meira dópamín í framheilanum samanborið við þá sem eru með G samsætuna. Rannsóknir benda til þess að COMT Val158Met breytileikinn gæti haft áhrif á árásargirni hjá einstaklingum, þar sem niðurstöður benda til að líkur á ofbeldisfullu viðbragði við áreiti aukist eftir því sem að magn dópamíns í framheila verður meira8

    Similar works