research

Þunglyndi meðal þeirra sem þjást af heilabilun

Abstract

Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenSamspil heilabilunar og þunglyndis Þó að vitræn skerðing í ýmsu formi sé megineinkenni heilabilunar þá eru önnur einkenni og heilkenni oft fylgikvillar sjúkdómsins. Dæmi um þessa fylgikvilla eru kvíði, þunglyndi, ranghugmyndir, ofskynjanir og margs konar hegðunarvandamál (American Psychiatric Association, 1994). Sá fylgikvilli sem hlotið hefur mesta athygli er þunglyndi, en sambandið á milli heilabilunar og þunglyndis er oft mjög flókið. Tilraunir til að aðgreina þessa tvo sjúkdóma með taugasálfræðilegum og taugalífeðlisfræðilegum mælingum hafa að mestu leyti verið árangurslitlar (Teri og Wagner, 1992). Vandamálin við aðgreininguna eru eftirfarandi: Þunglyndi eitt og sér getur haft í för með sér einhverja vitræna skerðingu og þannig líkt eftir einkennum heilabilunar. Til dæmis kvartar fólk með alvarlegt þunglyndi oft undan minniserfiðleikum og að eiga erfitt með að hugsa og einbeita sér

    Similar works