research

Hreinar hendur hindra smit : handhreinsun í heilbrigðisþjónustu

Abstract

Neðst á síðunni er að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenSamtökin World Alliance for Patient Safety starfa á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) og er breski landlæknirinn, sir Liam Donaldson, formaður þeirra. Samtökin stýra fjölþjóðlegu verkefni sem lýtur að því að efla öryggi í heilbrigðisþjónustunni, m.a. með því að vinna gegn sýkingum, og hefur verkefnið verið kallað á íslensku Hreinlæti og örugg heilbrigðisþjónusta haldast í hendur (Clean care is safer care). Sir Liam heimsótti Ísland fyrir skömmu til kynningar á verkefninu og við það tækifæri undirritaði Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, samkomulag um að Ísland taki þátt í verkefninu og yfirlýsingu um að Ísland takist á hendur skuldbindingar til að vinna að fækkun sýkinga innan heilbrigðisþjónustunnar. Um 40 aðrar þjóðir hafa undirritað sams konar yfirlýsingu

    Similar works