research

Aðgengi í íbúðarhúsnæði fyrir 50 ára og eldri

Abstract

Neðst á síðunni er að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenÞótt aðgengismál hafi í auknum mæli verið í brennidepli síðastliðin ár, hefur lítið verið rætt um aðgengi í húsnæði aldraðra og sárafáar rannsóknir hafa farið fram á því hér á landi. Iðjuþjálfarnir Anne G. Hansen og A. Emma Pétursdóttir gerðu rannsókn á aðgengi í íbúðum sem auglýstar eru fyrir 50 ára og eldri vorið 2005. Staðlað matstæki var notað til að meta aðgengi í íbúðarhúsnæðinu hlutlægt og spá fyrir um aðgengisvandamál sem gætu hugsanlega skapast. Niðurstöður bentu til þess að fólk með skerta líkamlega færni myndi rekast á aðgengisvandamál í öllum íbúðunum fimm sem metnar voru

    Similar works