research

Erum við föst í viðjum vanans : getum við veitt betri fjölskylduhjúkrun?

Abstract

Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenUndanfarin ár hefur umræða um fjölskylduhjúkrun aukist og hafa íslenskir hjúkrunarfræðingar tekið þátt í þeirri umræðu. Höfundar þessarar greinar hafa allir starfað í áratugi við barnahjúkrun. Á þeim tíma hafa orðið miklar breytingar á þátttöku foreldra í umönnun veikra barna. Árið 1975 var heimsóknartími foreldra á barnadeildum 2 klukkustundir á dag en nú líta allir á sólarhringsviðveru foreldra sem sjálfsagðan hlut. Við höfum séð og horft upp á hvað þessi breyting tók oft á og hvað það var erfitt að breyta venjum á skipulagi og hefðum í daglegu starfi. Í dag er umræðan um hlutverk og samstarf við foreldra í öllu ferlinu talin bæði nauðsynleg og eðlileg, bæði innan sjúkrahúss og utan. Margar rannsóknir hafa sýnt mikilvægi samstarfs heilbrigðisstarfsmanna, ekki síst við foreldra langveikra barna því í þeirra tilviki eru það vissulega foreldrarnir sem eru sérfræðingar í líðan og umönnun barna sinna (Ray, 2002). Heilbrigðisstarfsfólk er orðið meðvitaðra en áður var um áhrif hinna ýmsu heilbrigðisvandamála á fjölskylduna. Þekkt eru áhrif svefnvandamála barna á líðan systkina og foreldra og áhrif geðröskunar fullorðinna á líðan maka og barna

    Similar works