research

Spontaneous intracranial hypotension : a case report and discussion

Abstract

Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenThirty-three year old woman came to the emergency room with 3 days' history of worsening headache which was relieved by lying down. Examination was normal. Magnetic Resonance Imaging (MRI) of the head showed an enhancement of the meninges. No pressure could be measured during lumbar puncture and cerebrospinal fluid (CSF) was obtained by elevating the patient's head. There was an elevation of protein in the CSF without signs of infection or inflammation. Computerised tomography (CT) myelogram showed a prominent leak from the 2nd right cervical nerve sheath. A blood patch was done at this level with some improvement of symptoms. The patient was readmitted four days later as the headache had worsened. A blood patch was repeated at the same level with limited results. Therefore a fibrinogen patch was done at the same level, of which the effect lasted only 24 hours. A repeated CT myelogram showed a leak from the left 8th cervical and 1st thoracic nerve sheets, but not from the 2nd right cervical nerve sheath. Blood and fibrinogen patches were done at these levels repeatedly with limited results. Therefore, a MRI of cervical-thoracic spine was done which showed signs of previous blood patch at the 1st left thoracic nerve sheath but no sign of a patch over the 8th left cervical nerve sheath. A fibrinogen patch was done at this level. The patient became symptom free and was finally discharged home. We present a case of complicated spontaneous intracranial hypotension and review of the literature.Þrjátíu og þriggja ára kona leitaði á slysa- og bráðamóttöku með þriggja daga sögu um versnandi höfuðverk sem varð betri við að liggja út af. Skoðun var eðlileg en segulómun af höfði sýndi upphleðslu í heilahimnum. Gerð var mænuholsástunga en þrýstingur var ekki mælanlegur og fékkst mænuvökvi með því að reisa höfðalag sjúklings. Próteinhækkun kom fram í mænuvökva en engin merki um sýkingar né bólgur. Tölvusneiðmyndataka með skuggaefni af mænuholi sýndi leka frá slíðri annarrar hálstaugar hægra megin. Gerð var blóðbót við aðra hálstaugarót hægra megin með nokkrum árangri. Sjúklingur lagðist aftur inn fjórum dögum síðar þar eð höfuðverkur hafði versnað. Blóðbót var endurtekin yfir annarri hálstaugarót með litlum árangri. Því var gerð bót með trefjalími á sama stað, en batinn af henni entist aðeins í sólarhring. Tölvusneiðmyndataka með skuggaefni af mænuholi sýndi leka frá áttundu háls- og fyrstu brjósttaugarót vinstra megin en engan leka frá annarri hálstaugarót. Gerðar voru endurteknar bætur á báðum þessum bilum með nokkrum árangri. Vegna takmarkaðs árangurs var gerð segulómmynd af háls- og brjósthrygg sem sýndi ummerki um bætur á fyrstu brjósttaugarót vinstra megin en engin merki um bót við áttundu hálstaugarót vinstra megin. Því var gerð bót með trefjalími á því bili. Við það varð sjúklingur einkennalaus og útskrifaðist heim við ágætis líðan. Hér að neðan verður tilfelli af sjálfsprottnum innankúpu lágþrýstingi með leka frá fleirum en einum stað lýst auk yfirlits yfir sjúkdóminn

    Similar works