Neðst á síðunni er að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn View/OpenBakgrunnur: Gögn í upplýsingaskrá hjúkrunar sem safnað er við innlögn á sjúkrahús til að fá mat á ástandi sjúklings leggja grunninn að þeirri hjúkrun sem veitt er í sjúkrahúslegunni. Breytingar í heilbrigðiskerfinu, áhersla á útkomu eða árangursmælingar og innleiðing rafrænnar skráningar kalla á nýjar aðferðir við skipulagningu og skráningu hjúkrunar, aðferðir sem byggjast á samræmdu fagmáli. Tilgangur rannsóknar: Að greina samband milli þátta sem skráðir eru með frjálsum texta í upplýsingaskrá hjúkrunar er byggir á heilsufarslyklum Gordon og útkomur/matsvísa (outcomes/ indicators) úr NOC flokkunarkerfinu (Nursing Outcomes Classification). Aðferð: Gerð var efnisgreining á frjálsum texta sem skráður var í 242 upplýsingaskrár hjúkrunar við innskrift sjúklinga á handlækninga- og lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akranesi (SHA) frá 1. september 2004 til 30. nóvember 2004. Rannsóknin takmarkast við þætti sem tengjast þremur af heilsufarslyklum Gordons þ.e. næringu, útskilnaði og hreyfingu/virkni. Niðurstöður: Efnisgreiningin sýndi tengsl milli frjáls texta í upplýsingaskrá hjúkrunar og þess samræmda fagmáls sem er í NOC flokkunarkerfinu (3. útg.). Heildarvörpun reyndist 64%. Lokaorð: Rannsóknin varpaði ljósi á þá þætti sem oftast voru skráðir og NOC útkomur/matsvísa er tengjast næringu, útskilnaði, hreyfingu/virkni sem þörf er á fyrir skráningu hjúkrunar á handlækninga- og lyflækningadeild SHA. Nýjar upplýsingar eru nú aðgengilegar um hvað hjúkrunarfræðingar skrá í upplýsingaskrá við innlögn og þann mun sem er á skráningu milli sérgreina.Background: Data in patient assessments collected on hospital admission form the basis for all nursing care during hospital stays. Changes in the health care system, emphasis on clinical outcomes, and adoption of new technology calls for a new strategy in planning and documentation of nursing care, a strategy where standardized language is fundamental. Aim: To analyze the relationship between concepts documented in patient assessment based on the Gordon´s Functional Health Patterns (FHP) and outcomes and indicators in Nursing Outcomes Classification (3rd ed.). Methods: A content analysis was used to analyze the free text documented by nurses in 242 patient assessments on admission of medical and surgical patients at the Akranes Hospital from September 1st 2004 to November 30th 2004. That text was then mapped into NOC outcomes and indicators. The study was limited to three of the Gordon´s FHP (Nutrition, Elimination and Activity/Exercise). Findings: The content analysis showed relationships between free text documented in patient assessment and the standardized language used in NOC with an overall mapping proportion of 64%. Conclusion: This study identified the most frequently documented terms and the NOC outcomes/indicators related to nutrition, elimination and activity needed for clinical documentation in medical and surgical nursing at the Akranes Hospital. It adds important information about different patients’ characteristics across specialties on admission as well as the focus of nurses in patient assessment