Staða fatlaðs fólks og hlutverk starfsmanna

Abstract

Á meðan gamaldags hugmyndir um fatlað fólk þar sem einblínt er á veikleika þess eru til staðar er hætta á því að aðstoð sem veitt er byggist ekki á vilja eða rétti fatlaðs fólks til að stjórna eigin lífi. Verkefni þetta er ætlað starfsmönnum sem vinna í velferðarþjónustu. Tilgangur verkefnisins er að beina sjónum að réttindum fatlaðs fólks og hlutverki starfsmanna. Unnið er út frá mannréttindasáttmálum, fræðilegum heimildum og hugmyndafræðum innan fötlunarfæði. Verkefnið skiptist í fræðsluhefti og greinargerð. Í greinargerðinni er farið ítarlega í hvern kafla og á greinargerðin að gefa tækifæri á að skilja stöðu fatlaðs fólks og réttindi þess og er hugsuð sem fræðsluefni fyrir starfsmenn. Samhliða henni fylgir fræðsluhefti sem er hnitmiðað og auðlesið. Fræðsluheftið er hugsað sem hagnýtt verkfæri með fræðiefni og lausnum fyrir starfsfólk sem vinnur í velferðarþjónustu

    Similar works

    Full text

    thumbnail-image

    Available Versions