Þriðju menningar börn : ávinningur og áskoranir í uppeldi utan upprunalands

Abstract

Ein af afleiðingum hnattvæðingar eru auknir fólksflutningar á milli landa sem hefur haft í för með sér fjölgun þriðju menningar barna í heiminum. Þriðju menningar börn eru einstaklingar sem eyða stórum hluta fyrstu 18 ára ævi sinnar í öðru landi/löndum en þau koma upprunalega frá. Vegna reynslu sinnar búa þessir einstaklingar oft yfir meiri víðsýni og aðlögunarhæfni ásamt því að hafa öðlast einstakt menningarlegt sjónarhorn. Þessir einstaklingar geta þó einnig fundið fyrir rótleysi vegna skorts á tilfinningunni að tilheyra einni sérstakri menningu. Markmið þessarar ritgerðar er tvíþætt: Annars vegar að gera grein fyrir því hvað það er að vera þriðju menningar barn með fræðilegri samantekt og hins vegar að fá innsýn í áskoranir og ávinning foreldra þriðju menningar barna af uppeldi og aðlögun í íslenskri menningu/samfélagi. Helstu niðurstöður eru þær að viðmælendum finnst að ávinningur þeirra af því að ala börn sín upp utan upprunalands sé meiri en áskoranirnar. Þetta viðhorf viðmælenda virðist mega rekja til þess hvernig tekið hefur verið á móti þeim í íslensku samfélagi og hversu barn- og fjölskylduvænt það er. Lykilhugtök: Þriðju menningar börn, uppeldi, aðlögunOne of the consequences of globalization is the increase in migration between countries, which in turn has resulted in an increase in the number of third culture children in the world. Third culture children are individuals who spend a large part of the first 18 years of their lives in a different country/countries than they originally come from. Because of their experience, these individuals often possess broad-mindedness, adaptability, and a unique cultural perspective. However, these individuals may also feel rootless due to the lack of a sense of belonging to one particular culture. The aim of this research and thesis is twofold: on the one hand, to provide a theoretical account of what it is to be a third culture child, and on the other hand, to conduct semi-structured interviews for gaining insights into the challenges and benefits experienced by parents in relation to the upbringing and adaptation of their third culture children in Icelandic culture/society. A main finding of this research is that interviewees feel more benefits than challenges when it comes to raising their child outside their country of origin. This seems to have much to do with how the immigrant families have been welcomed in Icelandic society and how child-friendly it is. Key terms: Third culture children, upbringing, adaptatio

    Similar works

    Full text

    thumbnail-image

    Available Versions