Umfjöllunarefni ritgerðarinnar eru rannsóknir og kenningar á áhrifaþáttum í uppeldi sem geta leitt til áhættuhegðunar barna og ungmenna. Hér verður fjallað um helstu ástæður og kenningar sem settar hafa verið fram sem geta skýrt bæði áhættuhegðun og hvaða þættir það eru í uppeldi sem geta leitt til þessarar hegðunar. Kenningar og fyrri rannsóknir eru skoðaðar til þess að varpa ljósi á mikilvægi uppbyggjandi uppeldis og tengslamyndunar. Áhættuhegðun barna og unglinga er oftast afleiðings ýmissa áhættuþátta eins og einstaklings, fjölskyldu, umhverfis og samfélags þátta. Í ritgerðinni er sérstaklega lögð áhersla á að svara eftirfarandi þáttum: Hvaða þættir eru taldir hafa helstu áhrif á áhættuhegðun? Hvaða kenningar útskýra mikilvægi uppeldis og hvernig áhættuhegðun þróast? Hvað sýna fyrri rannsóknir? Niðurstöður sýna að tengsl foreldra við barnið skipta mestu máli þegar það kemur að þróun áhættuhegðunar. Þau börn sem mynda traust tengsl við foreldra sýna eða annan ummönunaraðila í barnæsku verða tilfinningalega stöðugari á fullorðinsárunum sínum og eiga léttara með að mynda sterk tengsl við aðra einstaklinga í kringum sig