Skynúrvinnsluvandi hjá börnum með taugaþroskafrávik: Munur og líkindi meðal barna með röskun á einhverfurófi og/eða athyglisbrest með/án ofvirkni (ADHD)

Abstract

Sensory processing difficulties can manifest in various ways. Individuals with attention-deficit/hyperactivity disorder (ADHD) or autism spectrum disorder (ASD), often experience such difficulties. The study aimed to identify which children with ADHD and/or ASD are most at risk for developing such difficulties and whether age, gender, or functioning plays a part in any way. It also examined whether comorbid disorders are more prevalent among children with sensory processing difficulties. The Sensory Profile 2, which evaluates four types of sensory processing patterns, was used to assess 164 children. The results showed that children with comorbid ADHD/ASD had higher scores on three patterns than children with ASD alone, and children with ADHD had higher scores on two patterns than children with ASD. Additionally, there was a negative correlation between one pattern and functioning, so certain difficulties should improve as functioning improves. Scores on two patterns were higher for 9–11-year-olds than for 12–15-year-olds suggesting that some difficulties may improve with age. Age, gender, or functioning didn’t seem to have any other effect. The 164 children were then compared to a matched comparison group. The sample group had a higher prevalence of comorbid diagnoses, including ASD, comorbid ADHD/ASD, delayed motor skills, and a marginally significant higher prevalence of anxiety. However, it also had a lower prevalence of ADHD. This study emphasizes the importance of evaluating sensory processing difficulties in children with neurodevelopmental disorders, especially comorbid ADHD/ASD, and highlights the importance of assessing comorbid disorders in children with sensory processing difficulties, regardless of diagnosis. Keywords: Sensory processing difficulties, autism spectrum disorder, ADHD, Sensory Profile 2, comorbid disordersSkynúrvinnsluvandi getur birst á mismunandi hátt. Einstaklingar með athyglisbrest með/án ofvirkni (ADHD) eða röskun á einhverfurófi (ASD) upplifa oft slíkan vanda. Tilgangur þessarar rannsóknar var að bera kennsl á hvaða börn með ADHD og/eða ASD væru í mestri hættu við að upplifa slíkan vanda og hvort að aldur, kyn eða starfshæfni hafi áhrif. Einnig hvort að fylgiraskanir væru algengari meðal barna með skynúrvinnsluvanda. Matstækið Sensory Profile 2, sem metur fjögur mynstur skynúrvinnsluvanda, var notað til að meta 164 börn. Niðurstöðurnar sýndu að börn með bæði ADHD og ASD höfðu hærri stigafjölda en börn með eingöngu ASD, á þremur mynstrum, og börn með ADHD höfðu hærri stigafjölda en börn með ASD, á tveimur mynstrum. Einnig var neikvæð fylgni á milli eins mynsturs og starfshæfni þannig að þegar starfshæfni eykst þá ætti skynúrvinnsluvandi tengdur því mynstri að minnka. Stigafjöldi á tveimur mynstrum var hærri fyrir 9–11 ára börn miðað við 12–15 ára börn sem gefur til kynna að einhver vandi gæti minnkað með hækkandi aldri. Aldur, kyn og starfshæfni virtist ekki hafa áhrif á skynúrvinnsluvanda á annan hátt. Rannsóknarhópurinn var síðan borin saman við samanburðarhóp. Rannsóknarhópurinn hafði hærra algengi af fylgiröskunum, þar á meðal ASD, samhliða ADHD/ASD, hreyfifrávik, og örlítið marktækt hærra algengi kvíða. Hann hafði þó lægra algengi ADHD. Rannsóknin undirstrikar mikilvægi þess að meta skynúrvinnsluvanda hjá börnum með taugaþroskaraskanir, sérstaklega hjá börnum með bæði ADHD og ASD. Hún sýnir einnig fram á mikilvægi þess að meta fylgiraskanir hjá börnum með skynúrvinnsluvanda, óháð greiningu. Efnisorð: Skynúrvinnsluvandi, einhverfa, ADHD, Sensory Profile 2, fylgiraskani

    Similar works

    Full text

    thumbnail-image

    Available Versions