Þvagfærasýkingar á Íslandi af völdum ESBL-myndandi E. coli sýkla. Greining á faraldsfræði og áhættuþáttum árin 2012-2021

Abstract

Inngangur: Nýgengi sýkinga af völdum sýklalyfjaónæmra baktería sem framleiða „extended-spectrum“ beta-laktamasa (ESBL) hefur aukist hratt í heiminum síðustu ár og stafar heilbrigðisþjónustu víða ógn af þessari þróun. Escherichia coli (E. coli) sýklar sem framleiða ESBL ensím greinast æ oftar í tengslum við þvagfærasýkingar. Markmið þessarar rannsóknar var að rannsaka tengsl valinna þátta við þvagfærasýkingar af völdum ESBL-myndandi E. coli (tilfelli) samanborið við þvagfærasýkingar án ESBL-myndandi E. coli (viðmið). Aðferðir: Þessi áhorfsrannsókn er tilfella-viðmiðarannsókn innan ferilhóps 27.747 einstaklinga (22.800 konur, 4.947 karlar) á víðu aldursbili sem greindust með þvagfærasýkingu af völdum E. coli á árunum 2012 til 2021 samkvæmt skrám sýklafræðideildar Landspítala. Við notuðum tvíkosta (lógistíska) aðhvarfsgreiningu til að reikna gagnlíkindahlutfall (OR) sem mælikvarða á tengsl milli ESBL og valinna útsetningarbreyta, eftir leiðréttingu fyrir kyni, aldri og fylgisjúkdómum (Charlson stig). Helstu útsetningarbreytur voru ávísanir á sýklalyf, prótonpumpuhemla, barkstera og ónæmisbælandi lyf, auk fyrri sögu um þvagfærasýkingar, skurðaðgerðir og sjúkrahúsinnlagnir. Niðurstöður: Árlegt hlutfall þvagsýna með ESBL-myndandi E. coli jókst á rannsóknartímabilinu, úr 2,6% árið 2012 í 7,6% árið 2021 (p<0,001). ESBL-jákvæðir stofnar greindust hjá 1207 einstaklingum (4,4%), 905 konum (4,0%) og 302 körlum (6,1%). Karlkyn og hærri aldur voru sjálfstæðir áhættuþættir fyrir ESBL í fjölþátta lógistískri aðhvarfsgreiningu. Aðrir forspárþættir voru gerð stofnunar (sjúkrahús, hjúkrunarheimili), spítalatengd þvagfærasýking, Charlson stig ≥3, saga um blöðrubólgu eða sjúkrahúsinnlögn síðasta árið, og ávísanir á sýklalyf eða prótonpumpuhemla síðasta hálfa árið. Það sýklalyf sem hafði sterkust tengsl við ESBL var cíprófloxacín (OR 2,45). Pivmecillin, mest ávísaða sýklalyfið, var einnig forspárþáttur fyrir ESBL-myndun (OR 1,20). Ályktun: Þessar niðurstöður sýna að algengi þvagfærasýkinga af völdum ESBL-myndandi E. coli á Íslandi hefur aukist síðustu ár. Sterkustu forspárþættirnir voru ávísanir á ýmis sýklalyf og prótonpumpuhemla, en þessi lyf eru almennt talin ofnotuð. Því er mikilvægt að stuðla að skynsamlegri notkun þessara lyfja í framtíðinni, með fræðslu fyrir lækna og almenning. Frekari rannsókna er þörf til þess að kanna möguleg áhrif ferðalaga og mataræðis á þessar sýkingar í íslensku þýði.Introduction: The incidence of infections due to antibiotic-resistant bacteria producing extended-spectrum β-lactamases (ESBL) has increased rapidly worldwide in recent years and poses a threat to health care. ESBL-producing Escherichia coli (E. coli) is increasingly implicated in urinary tract infections (UTIs). The aim was to investigate the association of selected factors with UTI caused by ESBL-producing E. coli (cases) compared to UTI caused by E. coli without ESBL (controls). Materials and methods: This observational, case-control study includes a cohort of 27,747 patients (22,800 females, 4,947 males) of all ages diagnosed with UTI caused by E. coli in 2012 to 2021 according to records at the Department of Microbiology at Landspitali University Hospital. We used logistic regression to calculate odds ratios (ORs) as a measure of the association between ESBL and selected exposure variables, controlling for sex, age and the Charlson co-morbidity index (CCI) score. Exposures include previous prescriptions for antibiotics, proton pump inhibitors (PPIs), corticosteroids and immunosuppressants, as well as previous UTIs, surgeries, and hospitalizations. Results: The proportion of samples with ESBL-producing E. coli per year increased during the study period, from 2.6% in 2012 to 7.6% in 2021 (p<0.001). ESBL-positive strains were detected in 1207 individuals (4.4%), 905 females (4.0%) and 302 males (6.1%). Male sex and higher age were independent risk factors for ESBL in multivariate logistic regression. The following additional risk factors were identified; institution type (hospital, nursing home), hospital-associated (HA)-UTI, CCI score ≥3, history of cystitis or hospitalization in the past year, and specific antibiotic or PPI prescriptions in the past half year. The antibiotic associated with the highest risk was ciprofloxacin (OR 2.45). Pivmecillinam, the most frequently prescribed antibiotic, was also a risk factor for ESBL-production (OR 1.20). Conclusion: These data demonstrate increasing prevalence of UTIs caused by ESBL-producing E. coli in Iceland in recent years. The factors most strongly associated with ESBL were various antibiotics and PPIs, both widely considered to be overprescribed. Therefore, it is of considerable importance to promote the prudent use of these drugs in the future, by educating physicians and the public. Further studies are needed to address the effect of travel and diet on ESBL risk in the Icelandic population

    Similar works

    Full text

    thumbnail-image

    Available Versions